- Auglýsing -
- Auglýsing -

Guðmundur og lærisveinar hylltir á bæjarhátíð í Fredericia

Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari Fredericia Håndboldklub. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Mikið verður um dýrðir í Fredericia á suðausturhluta Jótlands á morgun þegar leikmenn handknattleiksliðs bæjarins, Guðmundur Þórður Guðmundsson og aðrir stjórnendur liðs félagsins verða hylltir á árlegri sumarhátíð í bænum. Lagt verður enn meira í hátíðina að þessu sinni vegna frábærs árangurs handknattleiksliðsins.

43 ára bið eftir verðlaunum

Bæjarbúar eru í sjöunda himni eftir að Fredericia HK vann bronsverðlaun í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla um síðustu helgi. Þetta voru fyrstu verðlaun karlaliðsins í dönsku úrvalsdeildinni í 43 ár.

Leikmenn og þjálfarar verða hylltir fyrir utan ráðhús bæjarins á morgun. Einnig verður kvennaliði Fredericia gert hátt undir höfði en það vann sér í vor sæti í næst efstu deild danska handknattleiksins.

Með besta þjálfarann

Karlalið Fredericia HK fékk höfðinglegar móttökur á laugardaginn við heimkomu frá Skjern þar sem Fredericia vann Skjern í oddaleik um bronsið. Nú skal gera gott betur og hafa kvennaliðið með, eftir því sem Bent Jensen formaður Fredericia segir í samtali við Fredericia Dagblad.

Jensen segir engan vafa leika á að Fredericia sé með besta þjálfarann í dönsku úrvalsdeildinni og samhentan leikmannahóp sem hafi verið einbeittur að ná árangri.

Einar Þorsteinn Ólafsson fyrrverandi leikmaður Vals er leikmaður Fredericia HK.

Brotið blað

Fredericia lék frábærlega í úrslitakeppninni. Þegar litið er til úrslita allra leikja úrslitakeppninnar tapaði liðið aðeins einu stigi minna en GOG sem varð meistari. Af leikjum í úrslitakeppninni vann Fredericia sjö leiki, gerði eitt jafntefli og tapaði fjórum. Auk þess vann liðið Skjern og Aalborg í deildinni og úrslitakeppninni í fyrsta sinni í nærri tvo áratugi. Fredericia tapaði aðeins fjórum leikjum á heimavelli allt tímabilið, þar af þremur með aðeins eins marks mun.

Hér fyrir neðan er ítarlegt viðtal við Guðmund Þórð á Facebook-síðu félagsins. Þar fer hann yfir tímabilið að baki og hvers hann vænti á næstu leiktíð.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -