- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Guðmundur Þórður hrósaði sigri á útivelli

Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari Fredericia HK. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Reikna má að kátt verði á hjalla hjá liðsmönnum Guðmundar Þórðar Guðmundsson í rútunni heim eftir sigur Fredericia HK á Sønderjyske, 31:27, á útivelli í kvöld í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Leikurinn markaði upphaf sjöttu umferðar deildarinnar. Færðist Fredericia HK upp í þriðja sæti deildarinnar, alltént í bili, með þessum góða sigri eftir tap fyrir Ribe-Esbjerg á heimavelli í fimmtu umferð.

Markvörður fór á kostum

Sebstain Frandsen markvörður Fredericia HK fór á kostum í leiknum. Hann varði 19 skot, þar af eitt vítakast, 42,2%. Á sama tíma voru markverðir SønderjyskE fjarri sínu besta. Segja má að Frandsen hafi verið meginmunurinn á liðunum þegar upp var staðið þótt vissulega megi án vafa finna fræðilegri skýringar.

Einar er ennþá úr leik

Einar Þorsteinn Ólafsson var fjarri góðu gamni. Hann er ennþá frá keppni vegna axlarmeiðsla. Vonir stóðu til þess fyrir nokkrum dögum að hann gæti byrjað að leika með á ný en því miður hafa vonir enn sem komið er ekki orðið að veruleika.

Íslendingar mætast á föstudaginn

Leikir sjöttu umferðar dreifast á næstu daga. Annað kvöld tekur liðið hans Arnórs Atlasonar, TTH Holstebro á móti Kolding.

Íslendingaslagur verður á föstudaginn þegar Ribe-Esbjerg með Ágúst Elí Björgvinsson og Elvar Ásgeirsson innanborðs fær lærisveinar Halldórs Jóhanns Sigfússonar í Nordsjælland í heimsókn. Umferðinni lýkur með stórleik Danmerkurmeistara GOG og Aalborg Håndbold á Fjóni á laugardaginn.

Staðan á einni síðu

Nánar er hægt að kynna sér stöðuna í dönsku úrvalsdeildunum og fleiri deildum Evrópu á sérstakri stöðusíðu sem sett hefur verið upp undir flipanum staða og leikir og nálgast má hér eða undir fyrrgreindum flipa efst á forsíðunni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -