- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Guðmundur vann og Guðmundur tapaði

Guðmundur Bragi Ástþórsson gekk til liðs við Bjerringbro/Silkeborg í sumar. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
- Auglýsing -


Misvel gekk hjá nöfnunum Guðmundi Braga Ástþórssyni og Guðmundi Þórði Guðmundssyni í leikjum liða þeirra í átta liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í handknattleik í gærkvöld. Sá hinn fyrrnefndi fagnaði sigri á efsta liði dönsku úrvalsdeildarinnar og bikarmeisturum síðasta árs, GOG, og sæti í úrslitahelgi bikarkeppninnar meðan sá síðarnefndi varð að bíta í súra eplið. Fredericia HK komst ekki í undanúrslit annað árið eins og vonir stóðu til.


Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði eitt mark í sex marka tapi Fredericia HK, sem Guðmundur Þórður þjálfar, fyrir SønderjyskE, 29:23, í Sydjysk Sparekasse heimavelli SønderjyskE. Fredericia HK var marki yfir í hálfleik, 14:13.

Sóknarleikurinn virðist hafa brugðist liðinu í síðari hálfleik auk þess sem markvarslan var ekki viðunandi. Eftir tvo góða leiki þá náði ungverski lánsmarkvörðurinn Martin Nagy sér ekki á strik eftir tvo góða leiki í upphafi lánsdvalar sinnar hjá félaginu.
Arnór Viðarsson var úti í kuldanum hjá Fredericia HK eins og að undanförnu.


Guðmundur Bragi og félagar í Bjerringbro/Silkeborg unnu sannfærandi sigur á GOG, 27:22, á heimavelli sínum. Guðmundur Bragi skoraði þrjú mörk úr vítaköstum.

Átta liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar lýkur í kvöld með tveimur viðureignum. Aalborg tekur á móti Skjern og Arnór Atlason og liðsmenn hans í TTH Holstebro sækja Grindsted GIF heim.

Úrslitahelgi bikarkeppinnar verður í febrúar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -