- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gummersbach upp í sjötta sæti á nýjan leik

Arnór Snær Óskarsson ásamt Guðjóni Val Sigurðssyni þjálfara Gummersbach. Mynd/Gummersbach
- Auglýsing -

Gummersbach endurheimti sjötta sæti þýsku 1. deildarinnar í dag með öruggum sigri á Rhein-Neckar Löwen á heimavelli 31:26. Jafnt var að loknum fyrri hálfleik, 15:15, en lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar voru öflugri í síðari hálfleik og tryggðu sér stigin tvö á sannfærandi hátt.

Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach og Arnór Snær Óskarsson eitt. Arnór Snær er samningsbundinn Rhein-Neckar Löwen en var lánaður til Gummersbach skömmu eftir áramótin og hefur gert það gott.

Ýmir Örn Gíslason kom helst við sögu í vörninni hjá Rhein-Neckar Löwen. Honum var einu sinni vikið af leikvelli.

Stigið getur reynst dýrmætt

Noah Beyer tryggði Bergischer HC annað stigið gegn Lemgo á heimavelli í jafntefli. Hann skoraði 31. mark Bergischer rétt áður en leiktíminn var úti, 31:31. Stigið getur reynst Bergischer dýrmætt en liðið freistar þess að halda sæti í deildinni á næstu leiktíð undir stjórn Arnórs Þór Gunnarssonar. Hann tók nýverið við þjálfun og stýrir björgunaraðgerðum. Bergischer sem er næst neðst er aðeins tveimur stigum á eftir HC Erlangen sem hefur ekki vegnað vel upp á síðkastið.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -