- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gunnar: Hvað gera Haukar æfingabanni?

Gunnar Gunnarsson, þjálfari kvennaliðs Hauka. Mynd/Haukar
- Auglýsing -

Um þessar mundir mega handknattleikslið á höfuðborgarsvæðinu ekki æfa saman vegna hertra sóttvarnareglna. Hinsvegar kemur það ekki í veg fyrir að leikmenn liðanna megi æfa einir. Handbolti.is sendi nokkrum þjálfurum fjórar létta spurningar í ljósi stöðunnar. Hinn þrautreyndi þjálfari kvennaliðs Hauka, Gunnar Gunnarsson, tók við sendingunni og sendi rakleitt til baka um hæl eins og hans er von og vísa.

Hvernig heldur þú leikmönnum við efnið nú þegar ekki má koma saman á æfingar?

Leikmenn sinna styrktarþjálfun sjálfir undir handleiðslu Fannars Karvel og Herdísar Hallsdóttur frá Spörtu. Höfum tekið nokkrar sameiginlegar æfingar á netinu til að reyna að brjóta þetta upp. Síðan eru leikmenn að sjálfsögðu að hlaupa með þessu til að viðhalda þoli.


Hefur þú áhyggjur af því að þetta hlé frá æfingum auki hættu á meiðslum þegar keppni fer af stað aftur?

Ég held að með skynsemi ætti nú að vera hægt að minnka líkurnar á því. Mikilvægt að gefa sér tíma í að komast í gang aftur, sérstaklega varðandi axlir eftir þessa pásu.

Hefur þú leitað til sjúkraþjálfara eða annars fagfólks utan þjálfarahópsins eftir leiðbeingum/upplýsingum hvernig haga beri æfingum nú eða þá ef æfingabannið verður framlengt?

Já, það er gott teymi í kringum þessi mál hjá Haukum sem vinnur vel saman.

Hvað þarf að líða langur tími frá því að æfingar verða heimilaðar þangað til skal byrja að spila?

Erfitt að segja, spurning hversu löng þessi pása verður. En miðað við það hvernig þetta lítur út núna myndi ég segja að 10-14 dagar væru algjört lágmark.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -