- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gunnar lék hjá Ystads með föður núverandi þjálfara

Gunnar Gunnarsson lét af störfum þjálfara kvennaliðs Gróttu í kvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Gunnar Gunnarsson fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi þjálfari kvennaliðs Gróttu er eini íslenski handknattleiksmaðurinn sem leikið hefur með Ystads í Svíþjóð, en lið félagsins mætir Val í Evrópudeildinni í handknattleik í Orighöllinni í kvöld klukkan 19.45.

Þegar Gunnar kom til Ystads fyrir 33 árum var núverandi þjálfari liðsins, Oscar Carlén, eins árs. Faðir hans, Per, samdi við Ystad á sama tíma og Gunnar.


Gunnar lék með Ystads í tvö ár, frá 1989 til 1991 eftir að hafa leikið með IFK Malmö áður. Þegar Malmö féll úr úrvalsdeildinni vorið 1989 vildi Kent Harry Andersson endilega fá Gunnar til Ystads sem og varð það úr. Gunnar hafði leikið í eitt tímabil undir stjórn Andersson hjá Malmö.


Gunnar var í tvö ár hjá Ystads, til ársins 1991 en þá um vorið komst liðið í undanúrslit um sænska meistaratitilinn. Eftir það flutti Gunnar til Íslands og gekk til liðs við Víking.


Auk Per Carlén léku sænsku landsliðsmennirnir Robert Hedin og Patrick Liljestrand með Ystads á árum Gunnars.

Þremenningarnir voru voru m.a. í sænska landsliðinu á Ólympíuleiknum 1992 sem varð í öðru sæti eftir tap fyrir Samveldi sjálfstæðra þjóða. Gunnar var í íslenska landsliðinu sem hafnaði í fjórða sæti á sömu leikum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -