- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gunnar og Ágúst Þór taka við landsliðinu

Gunnar Magnússon og Ágúst Þór Jóhannsson stýra karlalandsliðinu í næstu landsleikjum í undankeppni EM. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Gunnar Magnússon og Ágúst Þór Jóhannsson munu stýra íslenska landsliðinu í handknattleik í fjórum síðustu leikjum landsliðsins í undankeppni Evrópumótsins í mars og apríl. Þetta staðfesti Guðmundur B. Ólafsson formaður Handknattleikssambands Íslands í samtali við handbolta.is.

Gunnar og Ágúst Þór voru aðstoðarmenn Guðmundur Þórðar á tveimur síðustu stórmótum og reyndar hefur sá fyrrnefndi starfað við hlið Guðmundar Þórðar um langt árabil og á ýmsum fyrri skeiðum hans sem landsliðsþjálfara.

Guðmundur formaður segir að stjórn HSÍ ætla að gefa sér tíma til að horfa í kringum sig eftir næsta landsliðsþjálfara.

Stíga eitt skref í einu

„Við ætlum að taka okkur tíma til þess að meta framhaldið og setja niður fyrir okkur hvaða þjálfari hentar liðinu um þessar mundir og hvernig best er að ná okkar markmiðum. Eins og gefur auga leið hefur það ekki verið skoðað. Við stígum eitt skref í einu,“ sagði Guðmundur B., sem vill ekkert ræða ástæða þess að upp úr samstarfi HSÍ og Guðmundrar Þórðar Guðmundsson slitnaði. Vísar formaðurinn í yfirlýsingu HSÍ síðan í dag.

Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ fyrir miðri mynd. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
Íslenska karlalandsliðið á fjóra leiki eftir í undankeppni EM 2024. Í mars, 8. og 12., leikur íslenska landsliðið heima og að heiman við Tékkland. Í lok apríl verður komið að leik við Ísraelsmenn á útivelli og heimaleik við Eistland. 
Íslenska landsliðið vann Ísrael á heimavelli og Eistland á útivelli í undankeppninni þegar hún hófst í október.


Guðmundur Þórður endurnýjaði samning við HSÍ snemma á síðasta ári og þá var gert ráð fyrir að hann stýrði landsliðinu fram yfir Ólympíuleikana í París 2024 að því tilskyldu að landsliðið næði að tryggja sér farseðil á leikana. Ekki er hægt að útiloka að markmiðið um þátttöku á Ólympíuleikunum náist þótt þrengt hafi að kostunum eftir HM í síðasta mánuði.


„Ég útiloka ekkert. Við verðum bara að setja það vel niður fyrir okkur hvernig þjálfara við þurfum. Guðmundur Þórður hefur náð frábærum árangri. Við þurfum að velta fyrir okkur hvernig þjálfara best er að fá fyrir það lið sem við erum með í dag. Til þess ætlum við að gefa okkur tíma,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ sem segist ekki útiloka neina kosti.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -