- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gunnar og Guðni eru klárir í slaginn á EM

Guðmundur Þórður Guðmundsson og Ágúst Þór Jóhannsson íbyggnir á svip á æfingu landsliðsins á dögunum. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Gunnar Magnússon aðstoðarþjálfari landsliðsins í handknattleik karla, er mættur til starfa hjá landsliðshópnum eftir að hafa verið fjarverandi síðar fyrir áramót. Guðmundur Þórður Guðmundsson greindi frá því á blaðamannafundi í dag að Gunnar hafi fengið covid. Af þeim sökum hafi Ágúst Þór Jóhannsson verið í stærra hlutverki við undirbúninginn síðustu daga en upphaflega var reiknað með.

Ágúst Þór kom inn í þjálfarateymið fyrir EM. Hann er einnig aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins og þjálfari U18 ára landsliðs kvenna auk þess að vera aðalþjálfari kvennaliðs Vals. Eitt meginhlutverk Ágústs verður að vera markvörðunum Ágústi Elí Björgvinssyni, Björgvini Páli Gústavssyni og Viktori Gísla Hallgrímssyni innan handar við æfingar. Ágúst Þór verður þjálfurunum einnig til halds og trausts enda hokinn reynslu.

Gunnar Magnússon, aðstoðarlandsliðsþjálfari, er mættur til leiks. Mynd/Ívar


Gunnar greindist með covid skömmu fyrir áramót og losnaði úr einangrun í gær ásamt Guðna Jónssyni, hinum þrautreynda liðsstjóra landsliðsins, sem einnig sat í covidsúpunni. Guðni hefur nú pakkað ofan í allar sínar töskur og er reiðbúinn til brottfarar eins og aðrir í hópnum.

Þar með er íslenski hópurinn klár í slaginn á EM í Ungverjalandi. Fyrsti leikur Íslands hefst klukkan 19.30 á föstudaginn og verður leikið við Portúgal. Haldið verður út í fyrramálið frá Keflavíkurflugvelli með beinu leiguflugi til Búdapest.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -