- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gunnar skrifar undir þriggja ára samning

Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar stýrir liðinu næstu þrjú ár. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Handknattleiksþjálfarinn Gunnar Magnússon og Afturelding hafa komist að samkomulagi um nýjan samning til næstu þriggja ára, eftir því sem kemur fram í tilkynningu frá félaginu.


Samhliða þjálfun meistaraflokks heldur Gunnar áfram að sinna starfi sínu sem yfirþjálfari yngri flokka handknattleiksdeildar Aftureldingar.


Gunnar tók við þjálfun karlaliðs Aftureldingar fyrir tveimur árum af Einari Andra Einarssyni.

Afturelding situr í áttunda sæti Olísdeild karla þegar tvær umferðir eru eftir. Afturelding sækir FH heim í kvöld þegar leikir næst síðustu umferðar fara fram.


„Gunnar er mikill fengur fyrir handknattleiksdeildina og erum við spennt að vinna áfram með honum að uppbyggingu deildarinnar næstu árin,“ segir m.a. í tilkynningu handknattleiksdeildar Aftureldingar.


Um langt árabil hefur Gunnar verið aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins. Fram kom á dögunum að hann heldur því starfi áfram samhliða þjálfun Aftureldingar og starfi á skrifstofu Handknattleikssambands Íslands.


Gunnar hefur víða komið við á þjálfaraferli sínum. Auk landsliðsins og Aftureldingar hefur hann m.a. þjálfað karlalið Víkings, HK, Hauka og ÍBV auk þess að þjálfa um nokkurt skeið í Noregi snemma á öldinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -