- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gunnar Steinn og samherjar sækja að Löwen

Gunnar Steinn Jónsson og félagar í Göppingen glaðir í bagði. Mynd/FrishAuf! Göppingen
- Auglýsing -

Gunnar Steinn Jónsson og samherjar í Göppingen styrktu stöðu sína í fimmta sæti þýsku 1. deildarinnar í dag með eins marks sigur á Füchse Berlin á heimavelli, 25:24. Á sama tíma tapaði Rhein-Neckar Löwen fyrir Wetzlar, 34:32, á útivelli. Rhein-Neckar Löwen er í fjórða sæti með 34 stig er þremur á eftir Göppingen en hefur leikið tveimur leikjum fleira. Göppingen dró þar með á Löwen með sigrinum í dag.


Gunnar Steinn Jónsson skoraði ekki mark í leiknum. Hann átti eitt markskot. Samherji hans Marcel Schiller endurheimti efsta sætið yfir markahæstu menn deildarinnar með því að skora 10 mörk. Kresimir Kozina var næstur með sjö mörk. Valter Chrintz var markahæstur hjá Berlínarliðinu með sex mörk.

Schiller hefur þar með skorað 158 mörk, fjórum fleiri en Robert Weber, Nordhorn og fimm fleiri en Viggó Kristjánsson hjá Stuttgart.


Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki mark fyrir Rhein-Neckar Löwen en var einu sinni vísað af leikvelli í tvær mínútur enda fastur fyrir í vörninni að vanda. Lenny Rubin var markahæstur hjá Wetzlar með sjö mörk. Línumaðurinn Jannik Kohlbacher var markahæstur hjá Löwen ásamt Jerry Tollbring með sex mörk.


Staðan í þýsku 1. deildinni:
Flensburg 36(20), THW Kiel 35(20), Magdeburg 34(23), Rhein-Neckar Löwen 34(24), Göppingen 31(22), Bergischer HC 27(22), Füchse Berlin 27(23), Wetzlar 24(23), Melsungen 23(20), Leipzig 23(23), Lemgo 22(21), Erlangen 22(23), Stuttgart 21(24), Hannover-Burgdorf 18(22), GWD Minden 16(24), Balingen-Weilstetten 15(23), Nordhorn 12(23), Essen 11(23), Ludwigshafen 11(23), Coburg 8(24).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -