- Auglýsing -
Handknattleiksmaðurinn Örn Vésteinsson Östenberg var leystur undan samningi hjá þýska 2. deildarliðinu VfL Lübeck-Schwartau í sumar að eigin ósk eftir eins árs dvöl hjá félaginu.
Faðir Arnar, Vésteinn Hafsteinsson, sagði við handbolta.is á dögunum að sonur sinn væri nýlega búinn að fara í aðgerð á öxl og væri nú byrjaður í endurhæfingu. Ljóst væri að einhverjir mánuðir kunni að líða þangað til Örn verður klár í slaginn á handknattleiksvellinum. Þegar að þeim tíma kæmi skýrðist hvar hann skipaðist í rúm.
Örn hefur á undanförnum árum leikið með félagsliðum í Þýskalandi, Noregi og í Svíþjóð auk Selfoss og Gróttu hér á landi.
- Auglýsing -