- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hættir eftir 21 ár í meistaraflokki og yfir 400 leiki

Hörður Fannar Sigþórsson. Mynd/FB-síða Harðar Fannars
- Auglýsing -

Handknattleiksmaðurinn Hörður Fannar Sigþórsson hefur ákveðið að leggja handknattleiksskóna á hilluna eftir að hafa leikið í 21 ár í meistaraflokki. Hörður Fannar greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni í kvöld.


Hörður Fannar hefur leikið með færeyskum félagsliðum síðustu níu ár að undanskildu keppnistímabilinu 2014/2015 er hann var í herbúðum EHV Aue í Þýskalandi undir stjórn fyrrverandi sveitunga síns frá Akureyri, Rúnars Sigtryggssonar.


Hörður Fannar hóf ferilinn með Þór á Akureyri og lék í framhaldinu með Akureyri handboltafélagi og einnig HK í Kópavogi. Í Færeyjum lék hann með Kyndli, Klaksvík og síðast KÍF frá Kollafirði en liðið tapaði naumlega fyrir Neistanum í leiknum um bronsið í færeysku úrvalsdeildinni á laugardaginn.


Í færslu sinni á Facebook segist Hörður Fannar hafa leikið nærri 440 leiki í meistaraflokki og skoraði yfir 1.000 mörk. Í lokaleiknum á laugardaginn í Höllinni á Hálsi í Þórshöfn skoraði hann fjögur mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -