- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hákon Daði meiddist illa á hné – keppnistímabilið er á enda

Hákon Daði Styrmisson er meiddur og leikur ekki meira með Hagen á tímabilinu. Ljósmynd/Eintracht Hagen
- Auglýsing -

Handknattleiksmaðurinn Hákon Daði Styrmisson meiddist illa á öðru hné 18 mínútum fyrir leikslok í viðureign Eintracht Hagen og TuS N-Lübbecke í 2. deild þýska handknattleiksins á laugardagskvöld. Meiðslin eru það alvarleg að hann tekur ekki þátt í þremur síðustu leikjum Hagen á leiktíðinni. Vonir standa til þess að krossbandið hafi ekki slitnað en þó verður ekki hægt að útiloka neitt fyrr en eftir einhverja daga þegar dregið hefur úr bólgum og beinmari.

„Innra liðbandið í hnéinu skaddaðist og og einnig liðþófi,” sagði Hákon Daði við handbolta.is eftir að hann fékk niðurstöður úr læknisskoðun og myndatöku í gær.

„Ég fer í aðra myndatöku eftir tvær vikur þegar bólgur hafa minnkað og dregið hefur úr beinmari. Þá verður betur hægt að skoða ástandið á krossbandinu,” sagði Hákon Daði ennfremur. Hann sleit krossband í hné í desember 2021 og þekkir vel til alvarlegra meiðsla.

Hákon Daði hefur átt hvern stórleikinn á eftir öðrum með Eintracht Hagen á undanförnum vikum og skrifaði fyrir stuttu undir nýjan þriggja ára samning við félagið. Hagen er í fjórða sæti 2. deildar þegar þrjár umferðir eru eftir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -