- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hákon Daði og Tumi Steinn fögnuðu sigrum – enn tapar GWD Minden

Hákon Daði Styrmisson leikmaður Eintracht Hagen. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Hákon Daði Styrmisson og samherjar í Eintracht Hagen halda fast í fimmta sæti 2. deildar þýska handknattleiksins. Þeir unnu í kvöld TV Großwallstadt, 26:23, á heimavelli og eru þar með stigi ofar en Tumi Steinn Rúnarsson og liðsmenn HSC 2000 Coburg en hrósuðu einnig sigri í kvöld í heimsókn til Dormagen, 33:25.

Gæfuhjólið snýst hinsvegar ekki á sveif með Bjarna Ófeigi Valdimarssyni, Sveini Jóhannssyni og leikmönnum GWD Minden. Þeir töpuðu enn einum leiknum þegar þeir sóttu ASV Hamm-Westfalen heim, 33:26. Bjarni Ófeigur skoraði þrjú mörk en Sveinn ekkert. Hann lét til sín taka í vörninni og var vikið tvisvar af leikvelli.

GWD Minden er í þriðja neðsta sæti 2. deildar með 11 stig eftir 21 leik. Tvö neðstu liðin falla úr deildinnni í vor.

Hákon Daði skoraði tvisvar sinnum fyrir Hagen í sigrinum á Großwallstadt, 26:23.

Tumi Steinn skoraði einnig tvö mörk fyrir Coburg þegar Dormagen var lagt að velli. Hann átti einnig þrjár stoðsendingar.

Stöðuna í þýsku 2. deildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -