- Auglýsing -
- Auglýsing -

Halldór Ingi tryggði Víkingi ótrúlega dramatískan sigur og sæti í Olísdeild

Víkingar fljóta með HK upp í Olísdeild karla. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Víkingur tekur sæti í Olísdeild karla eftir hádramatískan sigur á Fjölni, 23:22, í oddaleik í Safamýri í dag. Halldór Ingi Jónasson skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu leiksins. Hann skoraði yfir allan leikvöllinn eftir að síðasta sókn Fjölnis gekk ekki upp og enginn var í marki Fjölnismanna. Naumara gat það ekki verið. Víkingur hafði ekki skorað mark í 10 mínútur þegar Halldór Ingi skoraði sigurmarkið.

Fimmtán sekúndum fyrir leikslok hafði Víkingurinn Kristján Orri Jóhannsson átt skot í slá á marki Fjölnis úr opnu færi í jafnri stöðu. Töldu þá margir vonir Víkinga úr sögunni.

Ótrúleg dramatík í oddaleiknum sem hafði allt til þess að bera að vera alvöru úrslitaleikur fyrir framan fullt hús af áhorfendum í Safamýri.

Víkingur var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12:10. Fjölnir minnkaði muninn í eitt mark, 18:17, þegar 19 mínútur voru til leiksloka. Þá gafst möguleiki á að jafna metin úr vítakasti. Sá möguleiki gekk Fjölnismönnum úr greipum.

Víkingur komst í kjölfarið fjórum mörkum yfir, 21:17. Enn og aftur bitu Fjölnismenn frá sér og jöfnuðu metin, 22:22. Viktor Berg Grétarsson skoraði jöfnunarmarkið þegar fjórar mínútur voru eftir, 22:22.

Troðfullt hús var í Safamýri í dag og frábær stemning sem var stuðningsmönnum beggja liða til mikils sóma.

Mörk Víkings: Gunnar Valdimar Johnsen 7, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 4, Brynjar Jökull Guðmundsson 4, Agnar Ingi Rúnarsson 2, Marinó Gauti Gunnlaugsson 2, Halldór Ingi Jónasson 2, Halldór Ingi Óskarsson 1, Kristján Orri Jóhannsson 1.
Varin skot: Sverrir Andrésson 8, Hlynur Freyr Ómarsson 1.

Mörk Fjölnis: Viktor Berg Grétarsson 5, Benedikt Marinó Herdísarson 3, Óðinn Freyr Heiðmarsson 3, Goði Ingvar Sveinsson 3, Björgvin Páll Rúnarsson 3, Sigurður Örn Þorsteinsson 2, Jón Ásgeir Eyjólfsson 1, Alex Máni Oddnýjarson 1, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 1.
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 12, Andri Hansen 1.

Handbolti.is er í Safamýri og fylgist með leiknum í texalýsingu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -