- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Halldór Stefán heldur áfram að skrifa söguna hjá Volda

Halldór Stefán Haraldsson t.v. ásamt Norodd Dyrhovden formanni hjá Volda. Mynd/Volda
- Auglýsing -

Handknattleiksþjálfarinn Halldór Stefán Haraldsson hefur skrifað undir nýjan samning við norska 1. deildarliðið Volda. Félagið greinir frá tíðindunum í dag. Halldór Stefán er að ljúka sínu sjötta ári sem þjálfari kvennaliðs Volda og ljóst að mikil ánægja er með störf hans hjá félaginu.


Volda er um þessar mundir í efsta sæti 1. deildar og mun ef vel tekst til á endsprettinum taka sæti í úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili. Þegar liðið á þrjá leiki eftir hefur það tveggja stiga forskot á helsta keppinautinn, Gjerpen HK Skien.


Takist Volda að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni í vor verður það í fyrsta sinn sem félag frá Suður-Mæri leikur í norsku úrvalsdeildinni.


Þegar Halldór Stefán tók við þjálfun Volda á sínum tíma var liðið í 2. deild (þriðju efstu) og hafði tvisvar farið upp 1. deild en fallið nánast rakleitt aftur. Halldór Stefán stýrði liði Volda upp i 1. deild á öðru ári þar sem það hefur verið síðan og þrisvar sinnum hafnaði í fjórða sæti.


Áður en Halldór Stefán flutti til Volda með fjölskyldu sinni hafði hann m.a. þjálfað kvennalið Fylkis við góðan orðstír og vakið verðskuldaða athygli sem þjálfari.

Aðstaða til leikja og keppni er öll hin glæsilegasta hjá Volda en á síðasta ári var tekið í gagnið nýtt íþróttahús sem jafnast á við það besta í Noregi og þótt víða væri leitað.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -