- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hamur rann á leikmenn ÍBV – bikarinn til Eyja eftir 19 ára bið

Það var mikið um dýrðir í mars þegar ÍBV vann Poweradebikarinn í kvennaflokki. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
- Auglýsing -

ÍBV varð bikarmeistari í fjórða sinn í sögunni í dag með sigri á Val í frábærum úrslitaleik Poweradebikarsins í Laugardalshöll, 31:29, eftir að hafa verið marki undir eftir fyrri hálfleik, 14:13. Nítján ár eru liðin síðan að ÍBV vann bikarkeppnina síðast og því var hungur leikmanna liðsins mikið.


Sóknarleikur ÍBV var frábær frá upphafi til enda, ekki síst í síðari hálfleik þegar Hrafnhildur Hanna Þrastadóttir og Birna Berg Haraldsdóttir fóru á kostum. Að sama skapi var varnarleikur Vals ekki sem bestur og markvarslan þar af leiðandi engin.

Stuðningsmenn ÍBV-liðsins voru frábærir í Höllinni. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson


ÍBV varð fyrir áfalli eftir um 20 mínútur. Marta Wawrzykowska, markverði var þá vísað af leikvelli fyrir litlar sakir. Brottrekstur hennar hefði getað haft mikil áhrif á leikinn. Hann varð hinsvegar til þess að ÍBV-liðið þjappaði sér enn betur saman. Ólöf Maren Bjarnadóttir tók stöðuna í markinu og gerði vel þrátt fyrir að vera nýlega komin á kreik aftur eftir barnsburð.


ÍBV-liðið var heilt yfir sterkara og verðskuldaði svo sannarlega sigurinn. Stuðningsmenn fjölmenntu á leikinn og héldu uppi stanlausu fjöri frá fyrstu mínútu og langt fram yfir þá síðustu.

Mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins var valin Hrafnhildur Hanna Þrastarsdóttir, ÍBV.


Mörk ÍBV: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 12, Birna Berg Haraldsdóttir 7, Sunna Jónsdóttir 6, Elísa Elíasdóttir 4, Harpa Valey Gylfadóttir 2.
Varin skot: Ólöf Maren Bjarnadóttir 7, 28% – Marta Wawrzykowska 4, 26,7%.
Mörk Vals: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 11/4, Mariam Eradze 5, Elín Rósa Magnúsdóttir 4, Thea Imani Sturludóttir 2, Sara Dögg Hjaltadóttir 2, Sigríður Hauksdóttir 2, Hildigunnur Einarsdóttir 1, Hildur Björnsdóttir 1, Auður Ester Gestsdóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 5, Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 3.

Handbolti.is var í Laugardalshöll og fylgist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -