- Auglýsing -
- Auglýsing -

Handkastið: Eins og hvert annað hundsbit

Sebastian Alexandersson, þjálfari karlaliðs HK. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

„Þetta er eins og hvert annað hundsbit,“ sagði Sebastian Alexandersson þjálfari karlaliðs HK þegar Handkastið sló á þráðinn til hans í gærkvöldi eftir eins marks tap HK-inga fyrir Gróttu í baráttuleik í Hertzhöllinni, 27:26, í annarri umferð Olísdeildar karla.

Nýr þáttur Handkastsins fór í loftið seint í gærkvöld.

Jafn mikilvægt og annað

„Við höfum bætt okkur í mörgum þáttum leiksins á síðustu þremur árum en við höfum enn ekki alveg náð að læra þá lexíu að þegar við mætum liðum sem við “eigum að vinna“, þá höfum við ekki náð að sýna okkar rétta andlit. Þess vegna verðum við að draga lærdóm af leiknum og frammistöðunni. Það á að vera jafn mikilvægt að vinna Gróttu eins og hvert annað lið,“ sagði Sebstian í viðtali við sérfræðinginn, Arnar Daða.


Í viðtalinu er farið vítt og breytt. M.a. er rætt um uppbygginguna hjá HK á síðustu árum. „Við Guðfinnur [Kristmannsson] vorum fengnir til HK til þess að búa til lið, ekki til að setja það saman,“ sagði Sebastian við Handkastið.

Viðtalið við Sebstian hefst eftir réttar níu mínútur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -