- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hanna skoraði 15 – ÍBV í undanúrslit

Sigurður Bragason þjálfari ÍBV, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Harpa Valey Gylfadóttir og félagar í ÍBV taka á móti Haukum í oddaleik. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

ÍBV komst í kvöld í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn í Olísdeild kvenna með fjögurra marka sigri á Stjörnunni í oddaleik í Vestmannaeyjum, 30:26, eftir að hafa verið tveimur mörkum og skrefinu á eftir allan fyrri hálfleikinn. ÍBV verður þar með andstæðingur deildarmeistara Fram í undanúrslitum sem hefjast á föstudaginn í Framhúsinu. Í hinni viðureign undanúrslita eigast við Íslandsmeistarar KA/Þórs og Valur. Þau lið hefja einnig einvígi sitt á föstudagskvöld. Mætast þau í Origohöll Valsara klukkan 18.


Þetta er annað árið í röð sem Stjarnan tapar fyrir ÍBV í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.


Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir átti stórleik fyrir ÍBV í kvöld. Hún skoraði helming marka liðsins, 15. Þar af sex úr vítaköstum og var með fullkomna nýtingu. Alls skaut Hanna 22 sinnum að marki Stjörnunnar.


Sem fyrr segir var Stjarnan sterkari í fyrri hálfleik og náði tvisvar sinnum fjögurra marka forskoti. Byrin var með Stjörnuliðinu sem fór með tveggja marka forskot inn í hálfleikshléið.


ÍBV-liðið sneri við blaðinu í síðari hálfleik. Vörnin var frábær með Sunnu Jónsdóttur í aðalhlutverki eins og stundum áður. Einnig tók Martha Wawrzykowska að verja allt hvað af tók. Stjarnan skoraði ekki mark í hátt í tíu mínútur og lenti þremur fjórum mörkum undir, 23:19. Það reyndist dýrt þegar upp var staðið auk þess sem fjögur vítaköst fóru í súginn. Þrátt fyrir ákafar tilraunir undir lokin kom allt fyrir ekki. Stjarnan er úr leik.


Auk stórleiks Hönnu í sókninni þá var Sunna einnig frábær þar eins og í vörninni. Hún var með sjö sköpuð færi og þrjár línusendingar. Í vörninni var Sunna með fjögur lögleg stopp og þrjá stolna bolta. Elísa Elíasdóttir átti níu lögleg stopp.


Mörk ÍBV: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 15/6, Elísa Elíasdóttir 3, Sunna Jónsdóttir 3, Marija Jovanovic 3, Lina Cardell 3, Harpa Valey Gylfadóttir 2, Karolina Olszowa 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 11/2, 31,4% – Erla Rós Sigmarsdóttir 0.

Mörk Stjörnunnar: Elísabet Gunnarsdóttir 8/2, Helena Rut Örvarsdóttir 4, Lena Margrét Valdimarsdóttir 4/2, Katla María Magnúsdóttir 3, Anna Karen Hansdóttir 2, Elena Elísabet Birgisdóttir 2, Eva Björk Davíðsdóttir 2/1, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 12, 33,3% – Tinna Húnbjörg Einarsdóttir 1, 14,3%.

Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í Vestmannaeyjum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -