- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hansen hefur lokið leik með PSG

Mikkel Hansen fagnar í leik Dana og Íslendinga á EM í janúar. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Danska handknattleiksstjarnan Mikkel Hansen hefur leikið sinn síðasta leik fyrir franska stórliðið PSG. Félagið greinir frá þessu á heimasíðu sinni í dag.


Hansen gekkst undir aðgerð í Kaupmannahöfn í síðustu viku vegna brjóskskemmda í hné og það ekki í fyrsta skiptið á ferlinum. Nú tekur við nokkurra vikna endurhæfing og segir félagið í tilkynningu að ljóst sé að henni verði ekki lokið fyrr en að keppnistímabilið verður afstaðið. Þess utan fékk Hansen blóðtappa í lungun við aðgerðina sem lengir í batatímanum og verður auk þess til að Hansen verður á blóðþynnandi lyfjum í allt að hálft ár.


Hansen yfirgefur Parísarliðið í sumar eftir 10 ára veru og gengur til liðs við Danmerkurmeistara Aalborg Håndbold. Hansen verður ekki gjaldgengur með liðinu fyrr en eftir 20. ágúst þegar tíu ár verða liðin síðan að hann flutti frá Danmörku og gekk til liðs við PSG. Fyrir vikið fær Hansen talsverðan skattafslátt við flutninginn heim sem er víst kærkominn búhnykkur.


Hansen fær þar með góðan tíma til þess að ná fullri heilsu og veitir ekki af eftir að hafa vart misst úr leik allan sinn sigursæla feril. Hansen er 34 ára gamall og einn dáðasti íþróttmaður Danmerkur um þessar mundir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -