- Auglýsing -
- Auglýsing -

Harðarmaður til æfinga hjá Berlínarrefunum

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Lettinn Endijs Kusners og leikmaður nýliða Olísdeildar karla í handknattleik, Harðar á Ísafirði, verður við æfingar hjá þýska 1. deildarliðinu Füchse Berlin frá 17. til 20. júlí. Frá þessu er sagt á Facebook-síðu Harðar þar sem bréf á fleiri en einu tugnumáli er birt til staðfestingar á fregnunum.


Kusners, sem er 19 ára gamall og er afar efnilegur, er samningsbundinn Herði til tveggja næstu ára. Vegna meiðsla í öxl lék hann aðeins fjóra leiki með Herði í Grill66-deildinni á síðasta keppnistímabili og skoraði sex mörk. Kusners hefur náð sér á strik og mun vera klár í slaginn, hvort heldur með Füchse Berlin eða til leikja í Olísdeildinni þegar flautað verður til leiks í september.


Fram kemur að forsvarsmenn Harðar hafa veitt Kusners leyfi til þess að æfa með Berlínarliðinu sem hafnaði í þriðja sæti í þýsku 1. deildinni á síðasta keppnistímabili, varð á eftir meisturum Magdeburg og THW Kiel.

Þrír æfa með landsliðinu

Lettneskir leikmenn Harðar standa í ströngu þessa dagana. Þrír þeirra voru valdir til æfinga með landslið Lettlands sem er við æfingar þessa dagana. Auk fyrrgreinds Kusners er um að ræða Guntis Piļpuks og Rolands Ļebedevs markvörð. Landslið Letta er við æfingar um þessar mundir.


Raivis Gorbunovs fyrrverandi leikmaður Harðar er einnig í landsliðshópi Letta. Gorbunovs kvaddi Hörð fyrir ár og gekk til liðs við norska liðið Bergsøy IL Handball.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -