- Auglýsing -
- Auglýsing -

Harðarmenn hleyptu spennu í toppbaráttuna

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Hörður á Ísafirði hleypti aukinni spennu í toppbaráttu Grill66-deildar karla í handknattleik er þeir unnu efsta lið deildarinnar, ÍR, með þriggja marka mun, 30:27, í íþróttahúsinu Torfnesi við Ísafjörð. Hörður var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17:15. Þetta er annar sigur Harðar á ÍR á keppnistímabililnu og eru Ísfirðingar þeir einu sem hafa náð stigi af Breiðholtsliðinu.


ÍR er áfram efst í deildinni með 24 stig eftir 14 leiki og hefur tapað fjórum stigum. Hörður er næstur á eftir með 22 stig, einnig að loknum 14 leikjum. Fjölnir er tveimur stigum á eftir og á auk þess leik inni á ÍR og Hörð. ÍR hefur semsagt tapað fjórum stigum en Hörður og Fjölnir sex stigum hvor. Þór Akureyri er þar á eftir, einnig með sex töpuð stig en hefur aðeins lokið 12 leikjum.


Mörk Harðar: Axel Sveinsson 6, Mikel Arista Amilibia 5, Þráinn Ágúst Arnaldsson 5, Kenya Kasahara 4, Suguru Hikawa 3, Guntis Pilpuks 2, Óli Björn Vilhjálmsson 2, Jón Ómar Gíslason 2, Daneil Wale Adeleye 1.

Mörk ÍR: Viktor Sigurðsson 8, Kristján Orri Jóhannsson 6, Dagur Sverrir Kristjánsson 3, Ólafur H. Matthíasson 3, Ólafur Atli Malmquist 2, Bjarki Steinn Þórisson 1, Andri Heimir Friðriksson 1, Ingólfur A. Þorgeirsson 1, Hrannar Ingi Jóhannsson 1, Arnar Freyr Arnarson 1.


Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -