- Auglýsing -
- Auglýsing -

Harðarmenn töpuðu á Ásvöllum – Vængir unnu botnslaginn

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Leikmenn Harðar frá Ísafirði töpuðu mikilvægum stigum í toppbaráttu Grill66-deildar karla í kvöld þegar ungmennalið Hauka vann þá með þriggja marka mun, 35:32, á Ásvöllum. Hörður er þar með fjórum stigum á eftir ÍR sem trónir á toppnum. Hvort lið hefur lokið 13 leikjum eins og Fjölnir sem hefur 20 stig eins og Hörður.


Haukar voru með fimm marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 20:15.


Mörk Hauka U.: Gísli Rúnar Jóhannsson 7, Kristófer Máni Jónasson 5, Össur Haraldsson 5, Þorfinnur Máni Björnsson 5, Róbert Snær Örvarsson 4, Birkir Snær Steinsson 3, Sigurður Jónsson 3, Jakob Aronsson 2, Alex Már Júlíusson 1.

Mörk Harðar: Guntis Pilpuks 6, Þráinn Ágúst Arnaldsson 5, Mikel Arnbilia 4, Axel Sveinsson 4, Jón Ómar Gíslason 3, Kenya Kasahara 3, Suguru Hikawa 3, Sudario Eiður Carneiro 2, Tadeo Salduna 1, Daníel Wale Adeleye 1.


Vængir Júpíters unnu Berserki í botnslag Grill66-deildarinnar í Víkinni í kvöld, 24:17, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir, 11:6, að loknum fyrri hálfleik. Vængir eru þar með komnir með fimm stig eftir leiki tímabilsins en Berserkir sitja á botninum með stigin tvö sem þeir unnu gegn ungmennaliði Aftureldingar á dögunum.


Mörk Berserkja: Marinó Gauti Gunnlaugsson 7, Hinrik Wöhler 2, Sigurður Páll Matthíasson 2, Magnús Hallsson 2, Kári Karl Atlason 1, Arnar Már Ásmundsson 1, Gísli Jörgen Gíslason 1, Halldór Óskarsson 1.

Mörk VJ.: Jónas Eyjólfur Jónasson 6, Gísli Steinar Valmundsson 4, Albert Garðar Þráinsson 4, Gunnar Valur Arason 3, Andri Hjartar Grétarsson 3, Hrafn Valdísarson 1, Einar Örn Hilmarsson 1, Brynjar Jökull Guðmundsson 1, Guðmundur Rögnvaldsson 1.

Þór Akureyri lagði ungmennalið Aftureldingar í miklum markaleik á Varmá í kvöld, 41:26. Gestirnir voru sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 21:15. Hafi verið einhver von hjá Mosfellingum eftir fyrri hálfleik þá ruku vonirnar út í veður og vind fljótlega í síðari hálfleik þegar Þórsarar stungu af.


Mörk Aftureldingar U.: Karl Kristján Bender 7, Ágúst Atli Björgvinsson 4, Stefán Guðmundsson Scheving 4, Hilmar Ásgeirsson 4, Agnar Ingi Rúnarsson 3, Gunnar Pétur Haraldsson 2, Bjartur Hákonarson 1, Haraldur Björn Hjörleifsson 1.
Mörk Þórs: Heimir Pálsson 10, Tomislav Jaguronovski 7, Arnþór Gylfi Finnsson 6, Arnór Þorri Þorsteinsson 5, Viðar Ernir Reimarsson 4, Jóhann Einarsson 2, Kristján Gunnþórsson 2, Viktor Jörundur Kristjánsson 2, Elvar Örn Jónsson 1, Halldór Yngvi Jónsson 1, Josip Kezic 1.

Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -