- Auglýsing -
- Auglýsing -

Harpa Rut hreppti hnossið

Harpa Rut Jónsdóttir með viðurkenningu sína. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

Handknattleikskonan Harpa Rut Jónsdóttir, leikmaður LK Zug í Sviss, var kjörin vinsælasti leikmaður efstu deildar kvenna í svissneska handknattleiknum á nýliðinni leiktíð. Kosningin fór fram á netinu og stóð valið á milli þriggja leikmanna úr hverju liði deildarinnar. Niðurstöðu kosningarinnar var síðan lýst í verðlaunahófi svissnesku deildarinnar sem fram fór fyrir helgina.


„Ég er ótrúlega glöð og þakklát fyrir þessa viðurkenningu. Ég reiknaði alls ekki með þessari niðurstöðu,“ sagði Harpa Rut þegar handbolti.is hafði samband við hana í dag.


Það má með sanni segja að Akureyringurinn hafi slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili með LK Zug í efstu deild svissneska handknattleiksins. Auk þessarar viðurkenningar þá varð hún bæði svissneskur meistari og bikarmeistari með liðinu í vor.


Harpa Rut og félagar fengu frí frá æfingum um mánaðarmótin en taka upp þráðinn á ný eftir þrjá vikur. Þá verður allt sett á fullt við undirbúning fyrir næsta keppnistímabil sem hefst í september.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -