- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar eru úr leik eftir tvö töp á Nikósíu

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Haukar eru úr leik í Evrópubikarkeppninni í handknattleik karla eftir að hafa tapaði í tvígang á tveimur dögum fyrir Kýpurmeisturum Sabbianvco Anorthosis Famagusta saman lagt með 12 marka mun, 62:50. Eftir fjögurra marka tap í gær, 26:22, tapaðist leikurinn í kvöld með átta marka mun, 36:28. Báðar viðureignir fóru fram á Nikósíu.


Ljóst var að Haukar þyrftu á toppleik gegn Sabbianvco Anorthosis Famagusta í kvöld eftir tapið í gær. Því miður þá náðist sá leikur aldrei. Leikmenn Hauka lentu fljótlega í mótvindi og komust aldrei yfir. Þeir voru sex sinnum manni færri í fyrri hálfleik. Það auðveldaði ekki róðurinn. Eftir fyrri hálfleik var sex marka munur, 12:18.


Upp úr miðjum síðari hálfleik tókst leikmönnum Hauka að minnka muninn í tvö mörk, 23:25, og áttu þess a.m.k. einu sinni kost að koma forskoti Famagusta niður í eitt mark. Tækifærið gekk út greipum og fljótlega sótti í sama farið. Adam Haukur fékk rautt spjald þegar sjö mínútur voru eftir.


Mörk Hauka: Guðmundur Bragi Ástþórsson 9, Stefán Rafn Sigurmannsson 5, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 4, Geir Guðmundsson 3, Andri Fannar Elísson 3, Páll Þór Kolbeins 1, Heimir Óli Heimisson 1, Atli Már Báruson 1, Adam Haukur Baumruk 1.
Varin skot: Matas Pranckevicius 10, 29,4% – Magnús Gunnar Karlsson 2, 16,6%.

Handbolti.is fylgdist með framvindu leiksins á Nikósíu eftir bestu getu í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -