- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar flugu í átta liða úrslit – Stjarnan einnig

Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, leggur á ráðin með leikmönnum sínumí KA-heimilinu á síðustu leiktíð. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Olísdeildarlið Hauka flaug inn í átta liða úrslitin í Coca Cola-bikarnum í handknattleik í kvöld með því að leggja ÍR-inga, sem verða í Grill66-deildinni á leiktíðinni, með fimm marka mun, 27:22, í Austurbergi. ÍR-liðið veitti Haukum harða keppni lengi vel en varð að gefa eftir þegar á leikinn leið. Haukar voru með tveggja marka forskot þegar flautað var til hálfleiks, 13:11.


Hafnarfjarðarliðið fær það verðuga verkefni að taka á móti Fram í Schenkerhöllinni á Ásvöllum á þriðjudagskvöld í átta liða úrslitum. Nýbakaðir meistararar meistaranna, og enn ríkjandi bikarmeistarar Fram, sátu yfir í 16-liða úrslitum.


Mörk ÍR: Ksenija Dzaferovoc 7, Stefanía Ósk Hafberg 5, Guðrún Maruam Rayadh 4, Matthildur Lilja Jónsdóttir 3, Auður Margrét Pálsdóttir 2, Laufey Lára Höskuldsdóttir 1.

Mörk Hauka: Ásta Björt Júlíusdóttir 8, Birta Lind Jóhannsdóttir 5, Natasja Anjodóttir Hammer 4, Karen Helga Díönudóttir 3, Elín Klara Þorkelsdóttir 2, Rósa Kristin Kemp 2, Anna Lára Davíðsdóttir 1, Berglind Benediktsdóttir 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1.


Stjarnan vann Aftureldingu, 23:20, á Varmá. Engar aðrar upplýsingar hafa borist af þeim leik. Stjarnan mætir Fjölni/Fylki eða Íslandsmeisturum KA/Þórs í átta liða úrslitum. Fjölnir/Fylkir tekur á móti meisturunum í Dalhúsum á morgun í lokaleik 16-liða úrslita.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -