- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar fóru á kostum og unnu með 13 marka mun

Margrét Einarsdóttir markvörður Hauka. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Haukar fóru afar létt með Stjörnuna í fyrstu viðureign liðanna í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik á Ásvöllum í kvöld. Eftir góðan fyrri hálfleik var um algjöra einstefnu að ræða í síðari hálfleik í leik sem lauk með 13 marka mun, 36:23. Næsta viðureign liðanna verður í Mýrinni á mánudagskvöldið. Stjarnan verður að snúa við blaðinu þá til þess að ná fram oddaleik.

Haukar tóku völdin í leiknum strax í byrjun með öflugum varnarleik og frábærum sóknarleik sem varnarmenn Stjörnunnar réðu illa við. Staðan var 8:3 eftir ríflega 10 mínútur þegar Sigurgeir Jónsson þjálfari Garðabæjarliðsins sá þann kost vænstan að taka leikhlé. Hléið hjálpaði lítið upp á sakirnar. Elín Klara Þorkelsdóttir fór á kostum í sóknarleik Hauka og hafði skoraði sex mörk upp úr miðjum hálfleiknum.

Varnarleikur Stjörnunnar gekk illa sem varð þess valdandi að Darija Zecevic markvörður fann sig engan veginn.

Margrét Einarsdóttir gerði sóknarmönnum Stjörnunnar lífið leitt með stórleik í markinu. Ekki síst varði Margrét allt hvað af tók úr opnum færum og varði einu sinni vítakast og línuskot með nokkurra sekúndna millibili.

Stjarnan brá á það ráða sækja á móti Elínu Klöru. Þá tók Sara Kartrín Gunnarsdóttir við og skoraði þrjú mörk með skömmu millibili og sló vopnin úr höndum varnarmanna Stjörnunnar. Inga Dís Jóhannsdóttir var einnig ógnandi en hún er afar lofandi leikmaður.

Staðan var 17:11, Haukum í hag þegar fyrri hálfleik lauk.
Síður en svo jafnaðist leikurinn á upphafsmínútum síðari hálfleiks. Haukar voru átta mörkum yfir eftir tíu mínútur, 22:14.

Stjarnan var ekki líkleg til þess að koma til baka úr þessu.
Sautján mínútum fyrir leikslok kallaði Sigurgeir leikmenn sína aftur saman til leikshlés. Stjarnan var þá 10 mörkum undir, 26:16. Einstefna Hauka var undirstrikuð.

Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 9/2, Inga Dís Jóhannsdóttir 7, Sara Katrín Gunnarsdóttir 5, Ragnheiður Ragnarsdóttir 4, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 3, Birta Lind Jóhannsdóttir 3, Berglind Benediktsdóttir 2, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1, Sara Odden 1, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 12/1, 37,5% – Elísa Helga Sigurðardóttir 5.

Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 9/1, Eva Björk Davíðsdóttir 6, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 2, Anna Lára Davíðsdóttir 2, Embla Steindórsdóttir 1, Vigdís Arna Hjartardóttir 1, Ivana Jorna Meincke 1, Hanna Guðrún Hauksdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 6, 18,8% – Sigrún Ásta Möller 1, 9,1%.

Sjá einnig:
Myndskeið: Varnarleikur skóp þennan sigur
Myndskeið: Við héldum ekki planinu okkar

Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -