- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar fóru illa með nýliðana í upphafsleiknum

Sara Sif Helgadóttir, markvörður Hauka, fór á kostum í Belgíu. Mynd/Haukar
- Auglýsing -

Haukar fóru illa með nýliða Selfoss í upphafsleik Olísdeildar kvenna á Ásvöllum í kvöld og unnu með 12 marka mun, 32:20, eftir að hafa verið 10 mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:7.

Selfyssingar sem unnu Grill 66-deildina í vor með yfirburðum auk þess að komast í undanúrslit bikarkeppninnar fengu ekki þá óskabyrjun í Olísdeildinni sem vonir stóðu til. Haukar gerðu nánast út um allar vonir gestanna á fyrsta stundarfjórðungi leiksins í kvöld. Hauka skoruðu 10 mörk gegn einu á fyrsta fjórðungi leiktímans. Vörn Hauka var frábær og markvörðurinn Sara Sif Helgadóttir sem gekk til liðs við Hafnarfjarðarliðið í sumar frá Val fór á kostum. Hún varði alls 16 skot í leiknum, þar af 10 í fyrri hálfleik.

Sóknarleikur Hauka gekk eins og vel smurð vél, a.m.k. miðað við árstíma með Elínu Klöru Þorkelsdóttur í aðalhlutverki. Eins skilað öflugur varnarleikur mörgum hraðaupphlaupum.

Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 7/1, Sara Odden 6, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 6, Ragnheiður Ragnarsdóttir 4, Inga Dís Jóhannsdóttir 3, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 2, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1, Berglind Benediktsdóttir 1, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 16/1, 50% – Elísa Helga Sigurðardóttir 2/1, 33,3%.

Mörk Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 9/3, Katla María Magnúsdóttir 3, Arna Kristín Einarsdóttir 3, Hulda Dís Þrastardóttir 2, Harpa Valey Gylfadóttir 1, Hulda Hrönn Bragadóttir 1, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 1.
Varin skot: Cornelia Hermansson 13, 32% – Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 2/1, 33%.

Tölfræði er fengin frá HBStatz nema varin skot hjá liði Selfoss þar sem leitað var í smiðju Visis þar sem tölfræði HBStatz var greinilega út í bláin.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -