- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar höfðu sætaskipti við HK

Karen Helga Dírönudóttir, leikmaður Hauka. Mynd /Haukar
- Auglýsing -

Haukar unnu sex marka sigur á HK í Olísdeild kvenna í kvöld, 27:21, en leikið var í Schenker-höllinni á Ásvöllum. Þetta var annar sigur Hauka í deildinni en í haust lagði liðið FH í grannaslag. Um leið er þetta annar tapleikur HK-liðsins í röð. HK tapaði með 12 marka mun fyrir KA/Þór um miðja vikuna. Kópavogsliðið hefur orðið fyrir talsverðri blóðtöku á undanförnum vikum.


Jafnt var að loknum fyrri hálfleik í Schenker-höllinni í kvöld. Leikmenn Hauka tóku hinsvegar öll völd í síðari hálfleik og unnu verðskuldaðan sigur. Þar með höfðu liðin sætaskipti. Haukar eru komnir í sjötta sæti en HK í það sjöunda.

Mörk Hauka: Sara Odden 7, Berta Rut Harðardóttir 5, Karen Helga Díönudóttir 5, Elín Klara Þorkelsdóttir 3, Ragnheiður Ragnarsdóttir 3, Birta Lind Jóhannsdóttir 2, Rakel Sigurðardóttir 1, Guðrún Jenný Sigurðardóttir 1.

Mörk HK: Kristín Guðmundsdóttir 6, Tinna Sól Björgvinsdóttir 4, Sigríður Hauksdóttir 2, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 2, Ólöf Ásta Arnþórsdóttir 2, Karen Kristinsdóttir 1, Þóra María Sigurjónsdóttir 1, Sara Kristín Gunnarsdóttir 1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -