- Auglýsing -

Haukar fóru á kostum gegn daufum meisturum

Gunnar Gunnarsson og leikmenn Hauka sækja Íslandsmeistara KA/Þórs heim í dag. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Haukar unnu öruggan sigur á Íslands- og bikarmeisturum KA/Þórs, 34:27, á Ásvöllum í kvöld í síðasta leik deildarinnar á þessu ári. Haukar eru þar með komnir með 11 stig eins og KA/Þór í þriðja til fjórða sæti en KA/Þórsliðið á tvo leiki til góða.


Haukar voru átta mörkum yfir í hálfleik, 17:9, eftir að hafa verið mest tíu mörkum yfir í hálfleiknum.


KA/Þór byrjaði leikinn vel. Liðið skoraði þrjú fyrstu mörkin og fjögur af fyrstu fimm. Haukar jöfnuðu og komust yfir, 6:4. Þá var eins sjálfstraustið fjaraði jafnt og þétt út hjá leikmönnum KA/Þórs sem voru að vísu án sterkra leikmanna. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að þeir sem eftir voru áttu að geta gert mun betur.


Haukar náðu mest 12 marka forskoti í síðari hálfleik. Síðustu 12 til 13 mínúturnar reyndu leikmenn KA/Þórs að klóra í bakkann en það var of lítið og of seint.

Haukar unnu góðan sigur. Elín Klara Þorkelsdóttir átti frábæran leik jafnt í vörn sem sókn fyrir Hauka. Annika Friðheim Petersen, markvörður stóð sig einnig afar vel en mörg skot KA/Þórsara voru afar slök, ekki síst í fyrri hálfleik. Í þau vantaði allt sjálfstraust.


Mörk Hauka: Sara Odden 8, Elín Klara Þorkelsdóttir 7, Berta Rut Harðarsdóttir 5/4, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 3, Gunnhildur Pétursdóttir 3, Birta Lind Jóhannsdóttir 3, Berglind Benediktsdóttir 2, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Karen Helga Díönudóttir 1.
Varin skot: Annika Friðheim Petersen 17, 42,5%.
Mörk KA/Þórs: Martha Hermannsdóttir 7/3, Aldís Ásta Heimisdóttir 5, Unnur Ómarsdóttir 5, Rakel Sara Elvarsdóttir 4, Hulda Bryndís Trygggvadóttir 3, Hildur Lilja Jónsdóttir 2, Ásdís Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Sunna Guðrún Pétursdóttir 16, 34%.


Stöðuna í Olísdeild kvenna má sjá hér.

Handbolti.is er á Ásvöllum og fylgist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -