- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar stefna á þúsund áhorfendur á síðari leikinn

Haukar vonast til að fá allt að 1.000 áhorfendur á Evrópuleikinn á Ásvöllum á laugardaginn. Mynd/Björgvin Franz
- Auglýsing -

Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, segist stefna ótrauður á að fá allt að 1.000 áhorfendur á Ásvelli á næsta laugardag þegar Haukar mæta rúmenska liðinu CSM Focsani í síðari viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla. Vel gerlegt að koma þessu við í jafn rúmgóðu íþróttahúsi og Ásvellir eru.

„Við ætlum að bjóða upp á tvö 500 manna hólf fyrir áhorfendur á leiknum og þar með að fá allt að 1.000 áhorfendur. Skilyrði fyrir aðgangi verður neikvætt hraðpróf og að hlíta öðrum sóttvarnareglum,“ sagði Þorgeir við handbolta.is. Þorgeir var þá staddur í London á heimleið eftir að hafa farið með Haukaliðinu til Rúmeníu.


Haukar töpuðu fyrri leiknum í gær í Focsani, 28:26, en telja sig eiga góða möguleika á að vinna síðari viðureignina á heimavelli, ekki síst með góðum stuðningi áhorfenda.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -