- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar unnu stórsigur í hitanum á Kýpur

Aron Kristjánsson, stýrði Haukum í síðasta sinn í Vestmannaeyjum í gær. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Haukar eru komnir með annan fótinn hið minnsta í þriðju umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla eftir stórsigur á Parnassos Strovolou, 25:14, í fyrri viðureign liðanna á Nikósíu á Kýpur í dag. Síðari leikurinn verður á sama stað á morgun.


Haukar voru með fjögurra marka forskot í hálfleik, 13:9. Þeir komust yfir á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks eftir jafnar upphafsmínútur. Í síðari hálfleik var um einstefnu að ræða hjá leikmönnum Hauka. Liðsmenn Parnassos Strovolou vissu ekki sitt rjúkandi ráð gegn sterkri vörn og markvörslu Haukanna í hitanum á Nikósíu en um 30 gráður eru utan dyra. Forskot Hafnarfjarðarliðsins jókst jafnt og þétt eftir því sem á leið.


Mörk Hauka: Darri Aronsson 6, Stefán Rafn Sigurmannsson 5, Halldór Ingi Jónasson 3, Adam Haukur Baumruk 2, Geir Guðmundsson 2, Ólafur Ægir Ólafsson 2, Atli Már Báruson 1, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1, Þorfinnur Máni Björnsson 1, Heimir Óli Heimisson 1, Aron Rafn Eðvarðsson 1.

Aron Rafn Eðvarðsson átti stórleik í marki Hauka, varði 15 skot, 50% markvarsla.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu sem sjá má hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -