- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar voru hársbreidd frá sigri

Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, leggur á ráðin með leikmönnum sínumí KA-heimilinu á síðustu leiktíð. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Haukar gerðu sér lítið fyrir og kræktu í eitt stig úr viðureign sinn við Fram í dag þegar liðin mættust í annarri umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum, 32:32, í miklum markaleik. Fram var fjórum mörkum yfir, 20:16, í hálfleik og virtist ætla að vinna leikinn. Haukar voru hinsvegar á öðru máli. Þeir voru staðráðnir í að bæta upp fyrir slæmt tap fyrir Fram í Coca Cola-bikarnum á dögunum þegar Fram-liðið hreinlega lék sér að andstæðingi sínum.


Leikmenn Hauka voru lengst af undir í leiknum en tókst nokkrum sinnum að minnka muninn í eitt mark í fyrri hálfleik og framan af þeim síðari. Haukar komust fyrst yfir í leiknum, 27:26, þegar um tíu mínútur voru til leiksloka. Í framhaldinu náðu leikmenn Hauka þriggja marka forystu, 30:27. Reyndir leikmenn Fram-liðsins náðu að vinna upp forskotið. Ragnheiður Júlíusdóttir jafnaði metin, 32:32, þegar fimm sekúndur voru til leiksloka.


Fram og Haukar hafa þar með þrjú stig hvort eftir tvær umferðir eru stigi á eftir Íslandsmeisturum KA/Þórs sem hafa tvo vinninga í húsi eftir að hafa unnið Stjörnuna í dag, 27:26.


Eins og gegn Stjörnunni um síðustu helgi þá tapaði Framliðið oft boltanum í dag og það kom liðinu í koll.


Frábær frammistaða hjá Haukum að gefast aldrei upp þótt á móti blési gegn sterku liði Fram og vera hársbreidd frá sigri.


Mörk Hauka: Sara Odden 8, Elín Klara Þorkelsdóttir 5, Ásta Björt Júlíusdóttir 5/4, Ragnheiður Ragnarsdóttir 4, Rakel Sigurðardóttir 3, Karen Helga Díönudóttir 3, Natasja Hammer 2, Berglind Benediktsdóttir 1.
Varin skot: Petersen 19, 37,3%.
Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 8, Þórey Rósa Stefánsdóttir 7, Karen Knútsdóttir 6/2, Emma Olsson 4, Harpa María Friðgeirsdóttir 3, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Stella Sigurðardóttir 1, Jónína Hlín Hansdóttir 1.
Varin skot: Hafdís 10, 25,6%. Írena Björk 0.

Staðan og næstu leikir í Olísdeild kvenna.


Öll tölfræði leiksins er á HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -