Leikmenn Hauka voru fremri liðsmönnum Aftureldingar þegar liðin mættust í Olísdeild kvenna á Ásvöllum í kvöld. Að lokum munaði aðeins þremur mörkum á liðunum, 25:22, eftir að Haukar höfðu verið með fimm til sex marka forskot nær allan síðari hálfleikinn. Staðan að loknum fyrri hálfleik var, 14:11, Hafnarfjarðarliðinu í hag.
Haukar hafa þar með fjögur stig að loknum þremur leikjum en Afturelding er með tvö stig. Um var að ræða annan leik í þriðju umferð deildarinnar.
Tölfræði HBStatz.
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 6/5, Inga Dís Jóhannsdóttir 5, Ragnheiður Ragnarsdóttir 4, Sara Odden 3, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 3, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 2, Ragnheiður Sveinsdóttir 2, Birta Lind Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 9/1, 33,3% – Elísa Helga Sigurðardóttir 1, 20%.
Mörk Aftureldingar: Susan Ines Gamboa 6, Hildur Lilja Jónsdóttir 4/1, Ragnhildur Hjartardóttir 3, Anna Katrín Bjarkadóttir 2, Brynja Fossberg Ragnarsdóttir 2, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 2, Katrín Helga Davíðsdóttir 1, Katrín Erla Kjartansdóttir 1, Lovísa Líf Helenudóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 15, 40,5%.
Leikjadagskrá og staðan í Olísdeildum.