- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukur í eldlínunni í Köln

Haukur Þrastarson leikur sinn fyrsta landsleik í 18 mánuði í kvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Selfyssingurinn Haukur Þrastarson er í leikmannahópi pólska meistaraliðsins Lomza Vive Kielce sem mætir Veszprém í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla í Lanxess-Arena í Köln í dag. Eftir tæknifund í morgun voru 16-mannahópar liðanna fjögurra sem taka þátt í leikjunum birtir.

Flautað verður til leiks Kielce og Veszprém klukkan 13.15 og verður viðureign liðanna sú fyrri á dagskrá dagsins. Sú síðari hefst klukkan 16 og verður á milli Kiel og Barcelona en síðarnefnda liðið vann Meistaradeildina fyrir ári.


Haukur er níundi íslenski handknattleiksmaðurinn sem tekur þátt í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu og um leið annar uppaldi leikmaður Selfoss sem nær þeim áfanga. Hinn er Þórir Ólafsson sem lék einnig með Vive Kielce. Níu ár eru liðin síðan Þórir lék með liðinu í undanúrslitum gegn Barcelona og tapaði 28:23. Kielce og Þórir unnu Kiel daginn eftir, 31:30, í leik um bronsverðlaun. Þórir skoraði eitt mark í leikjunum tveimur.


Auk Þóris og Hauks hafa Aron Pálmarsson, Arnór Atlason, Guðjón Valur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson, Róbert Gunnarsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Gústafsson tekið þátt í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar. Aron oftast eða í 10 skipti.


Einnig hafa fjórir íslenskir þjálfarar náð svo langt, Alfreð Gíslason, Arnór Atlason, Dagur Sigurðsson og Guðmundur Þórður Guðmundsson. Alfreð oftast, eða í fimm skipti.


Handbolti.is ætlar fylgjast grannt með undanúrslitaleikjunum í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -