- Auglýsing -
- Spænska stórstjarnan Raúl Enterríos ákvað að framlengja samning sinn við Barcelona um eitt ár. Enterrios er orðinn 39 ára gamall.
- Danski landsliðsmaðurinn René Toft Hansen flutti heim til Danmerkur í sumar og skrifaði undir þriggja ára samning við Bjerringbro/Silkeborg á Jótlandi. Hansen lék með Benfica í Portúgal á síðasta keppnistímabili en var um árabil í herbúðum Kiel í Þýskalandi.
- Hinn þekkti þjálfari Sead Hasanefendic var leystur frá störfum hjá þýska 2.deildarliðinu Eisenach í byrjun júlí. Við starfi hans tók Markus Krauthoff-Murfuni.
- Igor Karlov hefur einnig yfirgefið herbúðir Medvedi og samið við norska Fyllingen/Bergen til eins árs.
- Uros Zorman hætti sem aðstoðarþjálfari Kielce í Póllandi í sumar og réði sig sem aðalþjálfari Trimo Trebnje í heimalandi sínu.
- Reynsluna vantar ekki í markvarðastöðuna hjá þýska liðinu Stuttgart sem Íslendingarnir Elvar Ásgeirsson og Viggó Kristjánsson leika með. Johannes Bitter landsliðsmarkvörður framlengdi samning sinn við félagið um ár í sumar auk þess sem Slóveninn Primoz Prošt gekk til liðs við Stuttgart-liðið.
- Auglýsing -