- Auglýsing -
- Auglýsing -

Héðan og þaðan: Víða hljóp á snærið en Resende kvaddi

Allison Pineau tekur ekki þátt í EM í handbolta í næsta mánuði. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Óhætt er að segja að hlaupið hafi á snærið hjá svartfellska meistaraliðinu ZRK Buducnost í sumar þegar franska stórstjarnan Allison Pineau ákvað að semja við liðið. Pineau hefur um árabil verið ein allra fremsta handknattleikskona heims. Hún var í herbúðum Paris92 á síðustu leiktíð.  Ekki er þó nema hálf sagan sögð vegna þess að serbneski miðjumaðurinn Andrea Lekic gekk einnig til liðs við ZRK Buducnost eftir tveggja ára veru hjá CSM Bucaresti.  ZRK Buducnost-liðið þykir nú til alls líklegt í Meistaradeild Evrópu í vetur eftir að svona hressilega hljóp á snærið.
Krzysztof Lijewski. Mynd/EPA
  • Krzysztof Lijewski framlengdi samning sinn við Kielce í sumar til fjögurra ára. Hann verður áfram hluti af leikmannahópi liðsins á komandi leiktíð en verður hluti af þjálfarateymi félagsins frá og með næsta sumri þegar til stendur að keppnisskórnir fari upp á hillu.
Luis Frade á auðum sjó. Mynd/EPA
  • Portúgalski línumaðurinn Luis Frade skrifaði í sumar undir þriggja ára samning við Barcelona. Frade er 21 árs gamall og hefur um skeið verið í herbúðum Sporting í Lissabon.
Azat Valiullin geir sig líklegan til að kasta að marki Slóvena í landsleik. Mynd/EPA
  • Azat Valiullin, rússneskur landsliðsmaður, framlengdi í sumar samning sinn við Eulen Ludwigshafen um eitt ár.
  • Ýmsum að óvörum tók Carlos Resende við þjálfun FC Gaia í Portúgal eftir að hafa stýrt Benfica á síðasta keppnistímabili. Resende er sennilega þekktasti handknattleiksmaður Portúgals frá upphafi og er einn markahæsti landsliðsmaður sögunnar. Hann skoraði 1.444 mörk í 250 landsleikjum frá 1992 til 2006.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -