- Auglýsing -
- Auglýsing -

Heiðmar og liðsmenn eru sestir í sjötta sætið á ný

Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari þýska 1. deildarliðsins Hannover-Burgdorf. Mynd/Hannover-Burgdorf
- Auglýsing -

Hannover-Burgdorf endurheimti sjötta sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik karla í gærkvöld þegar liðið lagði Bergischer HC, 29:26, á heimavelli Bergischer, Uni-Halle í Wuppertal. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf en Arnór Þór Gunnarssonar er í sama hlutverki hjá Bergischer.

Basl á Íslendingaliðum

Bergischer er í basli um þessar mundir og situr í 16. og þriðja neðsta sæti þýsku 1. deildarinnar með 13 stig að loknum 22 leikjum. Svipaða sögu má segja um annað lið sem íslenskir handknattleiksmenn eru viðriðnir, Balingen-Weilstetten. Balingen rekur lestina með 11 stig.

Balingen tapaði í gærkvöld fyrir Rhein-Neckar Löwen á heimavelli, 33:31. Daníel Þór Ingason skoraði eitt mark fyrir Balingen. Oddur Gretarsson var ekki með vegna meiðsla.

Ýmir Örn Gíslason var að vanda með Rhein-Neckar Löwen. Tobias Reichmann sem nýverið tók fram skóna og samdi við Rhein-Neckar Löwen var markahæstur með níu mörk. Rhein-Neckar Löwen er í níunda sæti.

Naumt tap hjá Tuma Steini

Tumi Steinn Rúnarsson og samherjar hans í Coburg töpuðu naumlega á heimavelli fyrir efsta liði 2. deildar, Potsdam, 31:30, í gærkvöld. Coburg er áfram í sjötta sæti deildarinnar. Tumi Steinn skoraði þrjú mörk og átti eina stoðsendingu samkvæmt tölfræði deildarinnar.

Stöðuna í 1. og 2. deild þýska handknattleiksins og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -