- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Heimsmeistararnir sýndu tennurnar í síðari hálfleik

Nikolaj Jacobsen landsliðsþjálfari Dana. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danir lögðu Norðmenn í vináttulandsleik í Kolding í kvöld með þriggja marka mun, 31:28, eftir að hafa verið þremur mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 15:12. Liðin mætast öðru sinni á laugardaginn en báðar viðureignir fara fram á heimavelli heimsmeistaranna.


Danska liðið var lengi í gang. Fyrri hálfleikur var slakur og hraðinn lítill. Það breyttist í síðari hálfleik og eftir tíu mínútur var staðan jöfn, 20:20. Tíu mínútum síðar voru Danir marki yfir, 26:25. Þeir juku við muninn og voru tveimur til fjórum mörkum yfir allt til loka.

Mikkel Hansen og Simon Hald skoruðu fimm mörk hvor fyrir Dani og voru markahæstir. Mads Mensah skoraði í fjögur skipti. Sander Sagosen var að vanda bestur í liði Norðmanna. Hann skoraði átta mörk.


Línumaðurinn þrautreyndi, Bjarte Myrhol, lék með norska landsliðinu í kvöld. Þetta er hans fyrsti leikur síðan í haust að hann gekkst undir aðgerð á öxl. Eftir hana setti Myrhol sér það markmið að verða klár í slaginn fyrir HM og sem virðist hafa tekist.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -