- Auglýsing -
- Auglýsing -

Heimsmeistarinn er úr leik keppnistímabilið á enda

Magnus Saugstrup tekur ekki þátt í fleiri leikjum á keppnistímabilinu. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danski landsliðsmaðurinn og línumaður Þýskalandsmeistara SC Magdeburg, Magnus Saugstrup, tekur varla þátt í fleiri handboltaleikjum á keppnistímabilinu. Hann gekkst undir aðgerð á hægra hné í morgun og verður frá keppni í þrjá til fjóra mánuði, eftir því sem Magdeburg greinir frá. Félagið segir ennfremur að ekki sé búist við Saugstrup aftur út á völlinn fyrir lok leiktíðar.


Saugstrup er annar leikmaðurinn sem þýska meistaraliðið verður án keppnistímabilið á enda. Hinn er Ómar Ingi Magnússon sem fór í aðgerð vegna meiðsla í hæl í síðustu viku.

Meiddist í framlengingu

Saugstrup, sem varð heimsmeistari með Dönum fyrir rúmri viku, meiddist á hné þegar komið var í framlengingu í viðureign Magdeburg og Kiel í átta liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar á sunnudaginn. Strax vaknaði grunur um alvarleg meiðsli. Sá grunur hefur verið staðfestur.


Ekki kemur fram í tilkynningu hvað fór úr skorðum í hnénu á danska línumanninum. Óvíst er einnig hvort félagið verður sér út um mann til þess að hlaupa í skarðið fyrir Saugstrup. Lucas Meister er annar línumaður Magdeburg.

Aðeins einn leikmaður danska landsliðsins lék lengur en Saugstrup á HM.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -