- Auglýsing -
- Auglýsing -

Heldur áfram hjá HK

Bjarki Finnbogason heldur áfram hjá HK. Mynd/HK

Bjarki Finnbogason hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild HK. Bjarki er einn af leikmönnum HK-liðsins sem vann Grill66-deildina á síðasta vori og leikur um þessar mundir í Olísdeild karla.


Bjarki er 24 ára uppalinn HK-ingur og er í dag einn af leikjahærri leikmönnum liðsins og á orðið vel á annað hundrað leiki fyrir félagið, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá HK.


„Bjarki var okkar besti maður árið 2019 þegar við unnum okkur sæti í efstu deild eftir nokkurra ára fjarveru. Bjarki varð síðan fyrir því óláni að slíta krossband og missti því nánast af öllu tímabilinu í fyrra og hefur verið að vinna sig rólega til baka. Bjarki er frábær drengur og mikill félagsmaður og gleður það okkur mikið að hafa hann áfram innan okkar raða,“ segir ennfremur í tilkynningu frá handknattleiksdeild HK.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -