- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hita upp fyrir EM með tveimur leikjum í Svíþjóð

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, dæma í Flensborg annað kvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Handknattleiksdómararnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson eru á leið til Svíþjóðar þar sem þeir dæma tvo landsleiki í vikulokin. Um er að ræða vináttulandsleiki Svíþjóðar og Póllands í karlaflokki.


Fyrri viðureignin fer fram í Malmö á fimmtudaginn og sú síðari í Kristianstad á laugardaginn. Leikirnir eru liður í undirbúningi landsliðanna fyrir þátttöku í Evrópumeistaramótinu sem fram fer í janúar í Ungverjalandi og í Slóvakíu.


Anton Gylfi og Jónas verða fulltrúar íslenskra dómara á EM í janúar eins og handbolti.is greindi frá í haust. Þar af leiðandi verða leikirnir í Malmö og Kristianstad einnig kærkomin upphitun fyrir þá félaga áður en EM hefst 13. janúar.


EM í Ungverjalandi og Svíþjóð verður annað Evrópumeistaramótið sem Anton og Jónas dæma á saman. Þeir voru einnig í eldlínuni á EM karla 2020. Áður hefur Anton Gylfi dæmt á EM karla og kvenna ásamt fyrri félaga sínum úr dómarastétt Hlyni Leifssyni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -