- Auglýsing -
- Auglýsing -

HK fer aftur í Digranes – kosningar og tónleikar riðla dagskrá

HK mætir ÍR í umspili um sæti í Olísdeild kvenna. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Ef til kemur fimmtu viðureignar HK og ÍR í umspili um sæti í Olísdeild kvenna fer leikurinn fram í Digranesi en ekki í Kórnum þar sem nær allir leikir meistaraflokka HK í handknattleik hafa farið fram í síðustu árin. Vegna tónleika í Kórnum föstudaginn 20. maí hefur mótanefnda HSÍ gert þessa breytingu ef þörf verður á fimmta leiknum.


Fleiri breytingar hafa verið gerðar á umspili Olísdeildar kvenna frá leikjadagskránni sem lá fyrir á mánudagsmorgun eftir að ljóst varð að ÍR mætir HK í umspilsleikjunum.


Fyrsta viðureign liðanna hefur verið færð aftur um sólarhring, til sunnudagsins næsta af mánudegi. Annarri viðureign liðanna í Austurbergi á næsta miðvikudag hefur verið flýtt til klukkan 18. Er það gert svo koma megi fyrir tveimur leikjum í Austurbergi sama kvöld. Hinn leikur kvöldsins í Austurbergi verður oddaviðureign ÍR og Fjölnis, ef þörf verður á. Reiknað er með að flautað verði til leiks klukkan 20.15.


Vegna sveitarstjórnarkosninga laugardaginn 14. maí verður kjördeild opin í Kórnum þann dag. Af því leiðir að þriðja viðureign HK og ÍR í umspili Olísdeildar kvenna og heimaleikur HK hefur verið færður af laugardeginum yfir á föstudaginn 13. maí kl. 18.


Fjórði leikurinn er óbreyttur þriðjudaginn 14. maí og fimmti leikurinn verður færður í Digranes ef þörf verður á.


Leikjadagskrá umspils Olísdeildar kvenna:
Sunnudagur 8. maí – Kórinn kl. 20.
Miðvikudagur 11.maí – Austurberg kl. 18.
Föstudagur 13. maí – Kórinn kl. 18.
Þriðjudagur 17. maí – Austurberg kl. 19.30.
Föstudagur 20. maí – Digranes kl. 19.30.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -