- Auglýsing -
- Auglýsing -

HK fer í umspilið en Haukar í úrslitakeppnina

Sara Oddenvar markahæst hjá Haukum í kvöld með átta mörk. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

HK verður að sætta sig við að taka þátt í umspili um keppnisrétt á næstu leiktíð á sama tíma og Haukar verða með í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn í Olísdeild kvenna í handknattleik. Þessar staðreyndir liggja fyrir eftir öruggan sigur Hauka á HK í Kórnum í næst síðustu umferð í dag, 30:27.


Þar með skilja fjögur stig að HK í sjöunda sæti og Hauka og Stjörnuna í sjötta og fimmta sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina.


Haukar lögðu grunn að sigri sínum í dag með frábærum leik í fyrri hálfleik þar sem hreinlega var um einstefnu að ræða framan af. Staðan var 8:3 eftir 15 mínútur og 13:5 eftir liðlega 20 mínútur. HK liðið var ekki með á nótunum.

Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, og leikmenn hans leika í úrslitakeppni Olísdeildar. Mynd/Egill Friðjónsson


Í síðari hálfleik jafnaðist leikurinn aðeins og dró saman með liðunum en þó aldrei svo að sigur Hauka væri í hættu.


Landsliðskonan Sigríður Hauksdóttir var allt í öllu í liði HK. Hún skoraði 12 mörk í 15 skotum. Stórleikur hennar dugði ekki til þar sem varnarleikur og markvarsla var lengst af í skötulíki.


Berta Rut Harðarsdóttir var með fullkomna nýtingu, níu mörk í níu skotum fyrir Hauka. Eins lék Sara Odden afar vel auk þess sem Annika Friðheim Petersen var vel með á nótunum í markinu. Rakel Sigurðardóttir fór hamförum í vörninni.


Mörk HK: Sigríður Hauksdóttir 12/4, Berglind Þorsteinsdóttir 4, Hafdís Shizuka Iura 4, Elena Ólöf Guðjónsdóttir 2, Kristín Guðmundsdóttir 1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 1, Þóra Margrét Sigurjónsdóttir 1, Tinna Sól Björgvinsdóttir 1.
Varin skot:
Ingibjörg Gróa Guðmunsdóttir 3, 37,5% – Alexandra Von Gunnarsdóttir 0.
Mörk Hauka: Berta Rut Harðardóttir 9/4, Sara Odden 7, Rakel Sigurðardóttir 4, Karen Helga Díönudóttir 3, Elín Klara Þorkelsdóttir 2, Berglind Benediktsdóttir 2, Guðrún Jenný Sigurðardóttir 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1, Birta Linda Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Annika Friðheim Petersen 12, 31,6%.

Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -