- Auglýsing -
- Auglýsing -

HK kjöldró ungmennin – Stjarnan náði öðru sæti

Pálmi Fannar Sigurðsson steytir hnefann og hvetur félaga sína áfram í leik á Akureyri. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

HK innsiglaði sigur sinn á UMSK-móti karla í kvöld með stórsigri á Aftureldingu, 42:23, í lokaumferðinni sem leikin var í Kórnum í Kópavogi. Í kjölfar leiks HK og Aftureldingar vann Stjarnan liðsmenn Gróttu, 36:30, og náðu þar með öðru sæti.


HK var þegar öruggt um sigur í mótinu fyrir leikinn í kvöld eftir að hafa lagt Gróttu og Stjörnuna fyrr í mótinu.


Eins og lokatölurnar í viðureign HK og Aftueldingar benda til þá voru yfirburðir HK-liðsins talsverðir. Afturelding sendi U-lið sitt til leiks því A-liðið er í önnum þessa vikuna á Ragnarsmótinu á Selfossi. Ellefu marka munur var á liðunum þegar fyrri hálfleikur var að baki, 19:8.


Grótta hélt í við Stjörnuna í 20 mínútur í kvöld í síðari viðureigninni sem var á dagskrá UMSK-mótsins. Eftir það voru Stjörnumenn með tögl og hagldir og unnu öruggalega, 36:30. Staðan í hálfleik var 18:16.


Mörk Stjörnunnar: Leó Snær Pétursson 6, Þórður Tandri Ágústsson 6, Hjálmtýr Alfreðsson 5, Pétur Árni Hauksson 4, Tandri Már Konráðsson 4, Björgvin Þór Hólmgeirsson 3, Hergeir Grímsson 3, Starri Friðriksson 2, Gunnar Steinn Jónsson 2, Jóhannes Damian Patreksson 1.

Mörk Gróttu: Birgir Steinn Jónsson 8, Akimasa Abe 7, Jóel Bernburg 5, Andri Þór Helgason 4, Atli Hrafn Bernburg 3, Þorgeir Bjarki Davíðsson 2, Ágúst Emil Grétarsson 1.

HK – Afturelding 42:23 (19:8)
Mörk HK: Pálmi Fannar Sigurðsson 8, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 6, Júlíus Flosason 4, Hjörtur Ingi Halldórsson 3, Davíð Elí Heimisson 3, Kristján Ottó Hjálmsson 3, Marteinn Sverrir Bjarnason 3, Sigurður Jefferso Gurarino 3, Styrmir Máni Arnarsson 3, Arnór Róbertsson 2, Benedikt Þorsteinsson 2, Róbert Örn Karlsson 1, Kristófer Ísak Bárðarson 1.

Mörk Aftureldingar: Grétar Jónsson 5, Stefán Scheving Th. Guðmundsson 5, Ágúst Atli Björgvinsson 4, Birgir Örn Birgisson 4, Brynar Búi Davíðsson 2, Daníel Bæring Grétarsson 1, Hilmar Ásgeirsson 1, Hermann Þór Þórarinsson 1.

Lokastaðan:

HK3300103 – 766
Stjarnan311189 – 863
Grótta310284 – 942
Afturelding301276 – 961
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -