- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HK tók afgerandi forystu – úrslit, markaskor og staða

Sebastian Alexandersson þjálfari HK fylgist einbeittur með leik sinna manna. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

HK tók afgerandi forystu í Grill 66-deild karla í kvöld með því að leggja Víking með 11 marka mun, 35:24, í Kórnum í viðureign liðanna í sjöttu umferð deildarinnar. Þar með hefur HK 11 stig í efsta sæti og er sex stigum á undan næstu liðum, Víkingi og Fjölni, sem eiga möguleika á að flytjast upp í Olísdeildina.


Eftir fremur jafnan fyrri hálfleik var Víkingur marki yfir að loknum honum, 13:12. Fljótlega í síðari hálfleik tók HK-liðið öll völd á vellinum. Fátt gekk upp hjá Víkingum. Munurinn jókst jafnt og þétt eftir því sem á leið.


Símon Michael Guðjónsson skoraði 12 mörk fyrir HK í leiknum og var lang markahæstur.

Fjölnir fer með tvö stig í pokahorninu

Fjölnir hefur átt misjöfnu gengi að fagna fram til þessa í leikjum deildarinnar. Fjölnismenn gerðu hinsvegar góða ferð norður til Akureyrar og fara með tvö stig í pokahorninu heim eftir sigur á ungmennaliði KA, 30:29, í KA-heimilinu.

Arnór Þorri skoraði 16 mörk

Hitt Akureyrarliðið, Þór, tapaði einnig á heimavelli í kvöld þegar ungmennalið Hauka sótti Þórsara heim í Höllina á Akureyri, 34:33. Stórleikur Arnórs Þorra Þorsteinssonar dugði Þórsurum ekki. Hann skoraði 16 mörk. Haukar voru sterkari í leiknum en eftir að hafa verið sex mörk undir i hálfleik þá hertu leikmenn Þórs róðurinn í síðari hálfleik en það nægði ekki.

Þriðji sigurinn í röð

Ungmennalið Fram vann sinn þriðja leik í röð í deildinni í kvöld þegar það lagði ungmennin frá Selfossi með 10 marka mun, 36:26, í Úlfarsárdal.


Úrslit, markaskor kvöldsins ásamt stöðunni í Grill 66-deild karla.

HK – Víkingur 35:24 (12:13).
Mörk HK: Símon Michael Guðjónsson 12, Hjörtur Ingi Halldórsson 8, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 6, Júlíus Flosason 3, Kristján Ottó Hjálmsson 2, Sigurður Jefferson Guarino 2, Pálmi Fannar Sigurðsson 1, Styrmir Máni Arnarsson 1.
Varin skot: Sigurjón Guðmundsson 14, Róbert Örn Karlsson 1.
Mörk Víkings: Jóhann Reynir Gunnlaugsson 6, Halldór Ingi Jónasson 5, Halldór Ingi Óskarsson 4, Agnar Ingi Rúnarsson 2, Gunnar Valdimar Johnsen 2, Benedikt Emil Aðalsteinsson 1, Brynjar Jökull Guðmundsson 1, Igor Mrsulja 1, Jón Hjálmarsson 1, Styrmir Sigurðarson 1.
Varin skot: Bjarki Garðarsson 15.

KA U – Fjölnir 29:30 (15:17).
Mörk KA U.: Haraldur Bolli Heimisson 11, Kristján Gunnþórsson 5, Logi Gautason 4, Heiðmar Örn Björgvinsson 3, Ísak Óli Eggertsson 2, Hilmar Bjarki Gíslason 2, Jens Bragi Bergþórsson 1, Jónsteinn Helgi Þórsson 1.
Varin skot: Bruno Bernat 17, 41,5% – Óskar Þórarinsson 0.
Mörk Fjölnis: Björgvin Páll Rúnarsson 7/1, Brynjar Óli Kristjánsson 6, Elvar Þór Ólafsson 5, Óðinn Freyr Heiðmarsson 3, Alex Máni Oddnýjarson 3, Sigurður Örn Þorsteinsson 2, Viktor Berg Grétarsson 2, Benedikt Marinó Herdísarson 1, Ólafur Malmquist 1.
Varin skot: Andri Hansen 11, 28,9%.

Þór – Haukar U 33:34 (14:20).
Mörk Þórs: Arnór Þorri Þorsteinsson 16, Kostadin Petrov 4, Aron Hólm Kristjánsson 4, Ágúst Örn Vilbergsson 3, Jonn Rói Tórfinnsson 3, Josip Vekic 2, Jón Ólafur Þorsteinsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 12, Arnar Þór Fylkisson 3.
Mörk Hauka U.: Össur Haraldsson 11, Ágúst Ingi Óskarsson 9, Andri Fannar Elísson 4, Birkir Snær Steinsson 4, Alex Már Júlíusson 2, Steinar Logi Jónatansson 1, Þorfinnur Máni Björnsson 1, Kristófer Máni Jónasson 1, Egill Magnússon 1.
Varin skot: Steinar Logi Jónatansson 18.

Fram U – Selfoss U 36:26 (19:13).
Mörk Fram: Kjartan Þór Júlíusson 8, Breki Dagsson 7, Reynir Þór Stefánsson 6, Stefán Orri Arnalds 5, Theodór Sigurðsson 4, Hrannar Máni Eyjólfsson 1, Aron Örn Heimisson 1, Daníel Stefán Reynisson 1, Eiður Rafn Valsson 1, Tindur Ingólfsson 1, Agnar Daði Einarsson 1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 13, Breki Hrafn Árnason 3.
Mörk Selfoss U.: Hans Jörgen Ólafsson 7, Sæþór Atlason 6, Hannes Höskuldsson 4, Gunnar Kári Bragason 3, Vilhelm Freyr Steindórsson 2, Árni Ísleifsson 1, Jónas Karl Gunnlaugsson 1, Valdimar Örn Ingvarsson 1, Reynir Freyr Sveinsson 1.
Varin skot: Karl Jóhann Einarsson 14, Einar Gunnar Gunnlaugsson 2.


Staðan í Grill 66-deild karla:

HK6510202 – 15911
Valur U5410148 – 1319
KA U6222188 – 1866
Fram U6303185 – 1826
Víkingur6213178 – 1835
Fjölnir5212152 – 1595
Selfoss U6213202 – 2135
Þór6213176 – 1785
Haukar U5203142 – 1454
Kórdrengir5005123 – 1600
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -