- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hleyptu Valsmönnum aldrei inn í leikinn

Sebastian Alexandersson, þjálfaði Fram á síðasta tímabili. Hann er þjálfari HK. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson.
- Auglýsing -

Lærisveinar Sebastian Alexanderssonar í Fram komu mörgum á óvart í kvöld þegar þeir tóku Valsmenn í kennslustund og unnu öruggan sigur, 26:22, í viðureign liðanna í Olísdeild karla í handknattleik. Fram skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins og gáfu ekki þumlung eftir það sem eftir lifði leiksins. Munurinn var fimm mörk að loknum fyrri hálfleik, 16:11.


Framarar voru með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. Forskotið var fjögur til sex mörk lengst af og greinilegt að Safamýrapiltar voru búnir að jafna sig eftir slaka frammistöðu gegn ÍBV á sunnudaginn.


Annan leikinn í röð fór Lárus Helgi Ólafsson á kostum í marki Fram að baki sterkri vörn liðsins. Alls varði Lárus Helgi 17 skot og var með 43,6% hlutfallsmarkvörslu.


Valsmenn náðu sér aldrei á strik. Þeir áttu svo sannarlega undir högg að sækja allan leikinn, nokkuð sem menn áttu margir ekki von á. Tapið kom í veg fyrir að Valur næði að sitja einn að toppsætinu um stund en liðið hefur átta stig að loknum sex leikjum.

Framarar sitja um miðja deild með fimm stig og virðast til alls líklegir haldi þeir áfram á sömu braut.
Mörk Fram: Vilhelm Poulsen 5, Kristinn Hrannar Bjarkason 5, Stefán Darri Þórsson 5, Þorgrímur Smári Ólafsson 4, Arnar Snær Magnússon 3, Andri Már Rúnarsson 2, Þorvaldur Tryggvason 2.
Varin skot:
Lárus Helgi Ólafsson 17 skot – 43,6%.
Mörk Vals: Stiven Tobar Valencia 5, Finnur Ingi Stefánsson 5, Tumi Steinn Rúnarsson 4, Anton Rúnarsson 3, Agnar Smári Jónsson 2, Tjörvi Týr Gíslason 1, Andri Finnsson 1, Benedikt Gunnar Óskarsson 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 11 skot, 52,4%, Martin Nágy 3 skot, 15,8%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -