- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Arnór Þór Gunnarsson

Arnór Þór Gunnarsson hefur tekið þátt í fjórum heimsmeistaramótum. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Handbolti.is heldur áfram að kynna þá leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á HM í handknattleik sem hefst í Egyptalandi 13. janúar. Flautað verður til fyrsta leiks Íslands á mótinu daginn eftir en þá mætir íslenska landsliðið Portúgölum.
Tuttugu leikmenn eru í landsliðshópnum og er reiknað með að þeir fari til Egyptalands þótt aðeins megi tefla 16 leikmönnum fram í hverjum leik.

Næstur í röðinni er Arnór Þór Gunnarsson. Hlekkur á fyrri kynningar er að finna neðst í þessari grein og svo verður þar til kynningum lýkur um það bil þegar flautað verður til leiks á HM í Egyptalandi. Handbolti.is verður í Kaíró og mun fylgjast með keppninni eftir föngum og ströngustu sóttvörnum.

Arnór Þór er 33 ára gamall Akureyringur sem lék með Þór upp yngri flokka. Hann flutti til Reykjavíkur 2006 og gekk til liðs við Val. Með Hlíðarendaliðinu lék Arnór Þór í fjögur ár. Eftir það flutti hann til Þýskalands. 

Arnór Þór lék með TV Bittenfeld frá 2010 til 2012. Frá því ári hefur hann leikið með Bergischer HC og sýnt félaginu tryggð í gegnum súrt og sætt. 

Bergischer HC varð til þegar nágrannaliðunum Solingen og Wuppertal var slegið saman árið 2006.
Skömmu fyrir áramót skrifaði Arnór Þór undir nýjan samning við Bergischer um að verða í herbúðum liðsins til ársins 2023.

Arnór Þór leikur í hægra horni og hefur nánast sleitulaust átt sæti í íslenska landsliðinu frá 2013. Hans fyrsti landsleikur var 11. janúar 2008 í Þrándheimi gegn Ungverjum. Alls hefur Arnór Þór leikið 115 landsleiki og skorað í þeim 335 mörk.

Arnór Þór hefur tekið þátt í átta stórmótum með íslenska landsliðinu, þar af fjórum heimsmeistaramótum. Alls er er HM-leikir hans 24 og mörkin 75. Fyrsti leikur Arnórs Þórs í lokakeppni HM var við í Sevilla á Spáni gegn Rússum á HM 2013, 25:30. 

Arnór Þór var markahæsti leikmaður Íslands á HM 2019, skoraði 37 mörk í sex viðureignum. Meiðsli komu í veg fyrir að hann tæki þátt í tveimur síðustu leikjum íslenska liðsins á mótinu. 

Arnór Þór varð Íslandsmeistari með Val árið 2007 og bikarmeistari 2008 og 2009.

Arnór Þór var á dögunum skipaður fyrirliði landsliðsins. Fylgir hann þar með í fótspor bróður sín Arons Einars sem hefur um árabil verið fyrirliði landsliðsins í knattspyrnu.

Fyrri kynningar: Ágúst Elí BjörgvinssonBjörgvin Páll GústavssonViktor Gísli HallgrímssonBjarki Már ElíssonÓlafur Andrés GuðmundssonElvar Örn JónssonJanus Daði Smárason, Alexander Petersson.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -