- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Dagur og lærisveinar nærri sigri á Króötum

Dagur Sigurðsson, fyrir miðri mynd, fylgist einbeittur með leik japanska landsliðsins á HM. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í japanska landsliðinu komu flestum á óvart í kvöld þegar þeir voru nærri búnir að leggja silfurlið Evrópumótsins fyrir ári síðan, Króata, í fyrstu umferð í C riðli heimsmeistaramótsins í handknattleik í Alexandríu í Egyptalandi í kvöld. Króatar máttu þakka fyrir að krækja í annað stigið þegar upp var staðið eftir að hafa átt á brattann að sækja allan leikinn. Lokatölur, 29:29, í Alexandríu.


Japanska liðið byrjaði afar vel og skoraði sjö af fyrstu níu mörk leiksins og sló þar með tóninn. Króatar virtust hafa farið öfugmegin fram úr í morgun því þeir áttu í mesta basli gegn japanska landsliðinu sem rak lestina á HM fyrir tveimur árum. Þess utan þá fingurbrotnaði besta skytta liðsins, Adam Yuki, á dögunum.
Japanska landsliðið var þremur mörkum yfir í hálfleik, 17:14. Það var ekki fyrr en undir lokin sem Króötum tókst að jafna metin. Tatsuki Yoshino kom Japan yfir, 29:28, þegar mínúta var eftir en Ivan Cupic tókst að tryggja Króötum annað stigið úr vítakasti.


Í sama riðli vann Katar liðsmenn Angóla, 28:24.

Stórsigur hjá Alfreð


Himinn og haf skildi að landslið Þýskalands og Úrúgvæ sem tekur þátt í HM í fyrsta skipti. Það æfði utan dyra síðustu vikurnar fyrir mótið vegna þess að íþróttahús í Úrúgvæ eru lokuð vegna kórónuveirunnar. Hvað sem veldur þá voru Úrúgvæar auðveld bráð fyrir Alfreð Gíslason og hans menn í þýska landsliðinu. Þeir unnu með 29 marka mun, 43:14, eftir að hafa verið 14 mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:4.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -