- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Ein þeirra týndu lét vita af sér

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Íranska handknattleikskonan Shaghayegh Bapiri sem stakk af úr herbúðum landsliðs sína á heimsmeistaramótinu á Spáni í byrjun vikunnar hefur látið vita af sér. Í gærkvöld sendi hún frá sér myndband og segist vera heil heilsu og vera hvorki í hættu né í nauð.

Bapiri greindi ekki frá hvar hún væri en sagði að ekki væri ástæða til þess að óttast um sig. Henni hafi ekki veriið rænt. Hún væri ekki í villum heldur á öruggum stað. Hún hafi stungið af í von um betra líf.


Bapiri sagði það vera ætla að sækja í landvistarleyfi í öðru landi en greindi ekki frá hvar. „Ég sendi þetta myndskeið frá mér til þess að fullvissa alla um að ég er örugg og mér líður vel þar sem ég er,“ segir Bapiri m.a. á myndskeiðinu sem TV2 í Danmörku vitnar m.a. til og segist hafa undir höndum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -